Þungt hljóð er í íbúum Þorlákshafnar Eins og við sögðum frá í fréttum í gærkvöldi þá hefur Frostfiskur ákveðið að hætta allri starfsemi í Þorlákshöfn og flytja með fiskvinnsluna til Hafnarfjarðar. Innlent 17. nóvember 2017 19:50
Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. Innlent 9. nóvember 2017 07:00
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. Innlent 1. nóvember 2017 11:00
Útgerðarfyrirtækin dældu peningum í stjórnmálaflokkana Sjávarútvegsfyrirtæki eru stærstu styrkveitendur stjórnmálaflokkanna í fyrra samkvæmt ársreikningum þeirra fyrir 2016. Innlent 24. október 2017 06:00
Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS "Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innlent 19. október 2017 19:45
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. Innlent 27. september 2017 06:00
Eldisfiskur frjáls um allt land Samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar hafa 67 eldisfiskar bitið á agn hjá stangveiðimönnum í sumar. Það er aðeins brot þess fisks sem syndir frjáls í íslenskum ám. Tölurnar vekja misjöfn viðbrögð. Innlent 8. september 2017 06:00
Seldi birgðir af frosnum hval fyrir 1,3 milljarða Birgðir Hvals hf. af frystum hvalaafurðum voru metnar á 2,6 milljarða króna í september í fyrra. Félagið hagnaðist um rétt tæpa tvo milljarða og greiddi eigendum 625 milljónir í arð. Viðskipti innlent 5. september 2017 06:00
Dröfn seld úr landi Hafrannsóknaskipið Dröfn hefur verið selt úr landi en það er væntanlegt til Kanaríeyja í dag. Viðskipti innlent 4. september 2017 08:23
Rannsóknarnefnd ítrekar að kanna skuli sleppibúnað björgunarbáta Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) ítrekar í nýrri skýrslu sinni að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum. Innlent 4. september 2017 06:00
Kviknaði aftur í Agli eftir að komið var til hafnar Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í ljósavélarrými dragnótabátsins Egils ÍS klukkan hálf ellefu í gærkvöldi, þegar hann var staddur um fimm sjómílur út af mynni Dýrafjarðar. Innlent 28. ágúst 2017 09:02
Fiskaflinn var rúmlega 73 þúsund tonn í júlí Verðmæti afla var 6,3 prósentum meira en í júlí í fyrra miðað við fast verðlag. Innlent 16. ágúst 2017 09:45
Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Nýjasta skip HB Granda, Engey RE 91, liggur enn við bryggju á Akranesi þar sem er verið að koma byltingarkenndum búnaði fyrir sem á að létta alla vinnslu. Innlent 16. ágúst 2017 06:00
Stærsti eigandi HB Granda hagnast um 2,5 milljarða Eignir Vogunar námu 22,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið 99 prósent. Viðskipti innlent 15. ágúst 2017 06:00
Fagna auknum aflaheimildum Heimildirnar munu skiptast hlutfallslega jafnt á milli strandveiðisvæða með tilliti til dagsafla hvers svæðis og er gert ráð fyrir að umrædd viðbót auki sókn um tvo daga á hverju svæði um sig. Innlent 8. ágúst 2017 06:00
Saka sjávarútvegsráðherra um að hygla risunum Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) segja í tilkynningu að fordæmalaus 30 prósenta hliðrun afla milli fiskveiðiára, til að koma til móts við stórútgerðir, hafi þau áhrif að einungis strandveiðifiskur berst nú á markaði. Innlent 3. ágúst 2017 06:00
Segir skýrslu Hafró aðeins innlegg í umræðuna Kristján P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segist ekki líta á nýja skýrslu Hafrannsóknastofnunar, þar sem lagst er gegn auknu laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, sem „endanlegan stóra dóm“. Skýrslan sé aðeins innlegg í umræðuna. Innlent 17. júlí 2017 06:00
Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Innlent 13. júlí 2017 18:18
Sjómenn uggandi vegna verðfalls Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Innlent 10. júlí 2017 06:00
Búið að landa ellefu hrefnum Hrefnuveiðimenn hafa aðeins veitt ellefu dýr það sem af er sumri og er útlit fyrir að markmið um 46 dýr á yfirstandandi vertíð náist ekki. Tveir bátar, Hrafnreyður KÓ og Rokkarinn KE, eru að veiðum í Faxaflóa en veðrið hefur sett strik í reikninginn. Innlent 5. júlí 2017 06:00
Ráðherra eykur þorskkvótann Þorskkvótinn er aukinn úr 244 þúsundum tonna í 255 þúsund tonn. Innlent 23. júní 2017 17:21
Fjórir af hverjum tíu vilja halda áfram að vinna hjá HB Granda Tæplega fjörutíu starfsmenn botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi hafa þegar sótt um að starfa áfram hjá fyrirtækinu þegar vinnslunni verður lokað. Verkalýðsleiðtogi óttast hins vegar að fá störf séu í boði. Innlent 20. júní 2017 07:00
Mun meiri síld fyrir austan en sést hefur undanfarin ár Í síðustu viku lauk tæplega þriggja vikna löngum leiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sem hafði það meginmarkmið að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar Innlent 29. maí 2017 09:00
Undiralda á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Gjaldtaka í sjávarútvegi, styrking krónunnar, umræða um byggðafestu og hagræðing hjá HB Granda voru meðal álitaefna á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viðskipti innlent 20. maí 2017 07:00
Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Þungavigtarmenn á þingi telja að stjórnvöld verði að svara þeim spurningum sem Skagamálið beinir kastljósinu að. Ráðherranefnd skuli jafnvel einbeita sér að byggðafestu og samfélagslegri ábyrgð. Innlent 13. maí 2017 07:00
Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Innlent 3. maí 2017 13:00
Veiðidögum á grásleppu fjölgað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð um 10 daga, úr 36 í 46. Innlent 29. apríl 2017 17:23
Fagnar komu fiskeldis í Ólafsfjörð Stefnt er að því að hefja 10.000 tonna fiskeldi í Ólafsfirði. Fulltrúar Arnarlax og sveitarstjórnarinnar munu undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Viðskipti innlent 28. apríl 2017 07:00