Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. Körfubolti 3. febrúar 2022 20:50
Hilmar Smári: Við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera Hilmar Smári Henningsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, næsta auðveldlega, 112-84 í 15. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Stjörnumenn voru í raun og veru búnir að tryggja sigur sinn í hálfleik en góð vörn skóp sigurinn að mati Hilmars. Körfubolti 3. febrúar 2022 20:15
Framlengingin: Reynslan skilar Njarðvík og Val langt í úrslitakeppninni Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni í síðasta þætti. Þar ræddu þeir meðal annars hvaða lið er best í stakk búið fyrir úrslitakeppnina. Körfubolti 1. febrúar 2022 23:30
„Þessi gæi er hæfileikabúnt“ Elbert Clark Matthews, eða EC Matthews eins og hann er yfirleitt kallaður, var til umræðu í seinasta þætti Körfuboltakvölds. Sérfræðingar þáttarins voru sammála um það að þarna væri hæfileikabúnt á ferðinni, en að liðsfélagar hans í Grindavík væru oft að gera honum erfitt fyrir. Körfubolti 1. febrúar 2022 19:31
Jafnaði félagsmetið í þristum þrátt fyrir að byrja á bekknum Einn Þórsari var sjóðandi heitur í Jakanum á Ísafirði í Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Þórs unnu þá öruggan sigur á Vestramönnum. Körfubolti 1. febrúar 2022 17:30
Valsmenn komnir með Bandaríkjamann í körfuboltanum Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að Valsmenn hafa ekki verið með Bandaríkjamann í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en nú hafa mennirnir á Hlíðarenda bætt úr því. Körfubolti 1. febrúar 2022 07:46
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Þór Þ. 81-101 | Ekki nóg að vera góðir í tuttugu mínútur Vestri og Þór frá Þorlákshöfn mættust á Ísafirði nú í kvöld í Subway-deild karla. Leikurinn byrjaði vel og stefndi í mikla spennu framan af en í hálfleik tóku Þórsarar völdin og sigldu þessu heim með sanngjörnum 2o stiga sigri, 81-101. Körfubolti 1. febrúar 2022 07:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 69-88 | Njarðvík tyllti sér á toppinn Njarðvík komst á toppinn í Subway-deildinni eftir nítján stiga sigur á Val. Njarðvík lék á als oddi í þriðja leikhluta og vann að lokum stórsigur 69-88. Körfubolti 31. janúar 2022 22:42
Gerðum vel í að keyra upp hraðann í seinni hálfleik Njarðvík valtaði yfir Val í Origo-höllinni og tyllti sér á toppinn í leiðinni. Leikurinn endaði með nítján stiga sigri gestanna 69-88. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður eftir leik. Sport 31. janúar 2022 22:20
„Líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla“ Keflvíkingar, og sérstaklega Halldór Garðar Hermannsson, vilja sjálfsagt gleyma leik sínum við ÍR í Subway-deildinni í körfubolta sem fyrst. Körfubolti 31. janúar 2022 20:31
„Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR“ Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni aftur í Breiðholtið. Körfubolti 31. janúar 2022 19:01
Íslandsmeistarar Þórs bæta við sig breskum leikmanni sem þekkir Ísland vel Þór úr Þorlákshöfn hefur ákveðið að bæta við fimmta erlenda leikmanninum fyrir lokasprettinn í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 31. janúar 2022 09:30
Þórsarar sækja liðsstyrk til Danmerkur Botnlið Subway deildarinnar í körfubolta hefur styrkt lið sitt fyrir lokasprettinn. Körfubolti 29. janúar 2022 11:00
CJ Burks farinn frá Keflavík og nýr Bandaríkjamaður mættur Keflvíkingar hafa gert umtalsverða breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir lokakaflann í Subway deildinni í körfubolta. Körfubolti 29. janúar 2022 10:00
Umfjöllun: Þór Þ. - Stjarnan 88-75 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Heimamenn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik sem skilaði sér í þrettán stiga sigri 88-75. Körfubolti 28. janúar 2022 22:30
Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok. Körfubolti 28. janúar 2022 20:50
Umfjöllun og viðtal: KR - Grindavík 83-81 | Heimamenn svöruðu fyrir afhroðið í Kópavogi KR fékk Grindavík í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik síðan um miðjan desember. Eftir að bíða afhroð í Kópavogi í síðustu umferð þurftu heimamenn að svara fyrir sig, sem þeir og gerðu. KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur en sigurkarfan kom í blálokin. Körfubolti 28. janúar 2022 20:00
Áhorfendur leyfðir á íþróttaleikjum á ný Frá og með morgundeginum mega áhorfendur mæta að nýju á íþróttakeppnir á Íslandi, allt að 500 manns í hverju sóttvarnahólfi. Sport 28. janúar 2022 11:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 77-94| Þriðja tap Keflavíkur á heimavelli Keflavík tapaði sínum þriðja leik á heimavelli í Subway-deildinni gegn ÍR. Gestirnir frá Breiðholti áttu skínandi seinni hálfleik sem endaði í 17 stiga sigri ÍR-inga. Körfubolti 27. janúar 2022 21:51
Friðrik Ingi: Varnarleikurinn var til fyrirmyndar ÍR valtaði yfir Keflavík og vann 17 stiga sigur 77-94. Þetta var þriðji sigur ÍR-inga í röð og var Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR, afar ánægður með sigurinn. Sport 27. janúar 2022 21:18
Umfjöllun: Breiðablik - KR 137-85 | Blikar upp fyrir KR eftir skotsýningu í Smáranum Breiðablik og KR eru nú jöfn að stigum í Subway-deild karla í körfubolta eftir að Blika kafsigldu KR-inga í kvöld, lokatölur 137-85 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Körfubolti 24. janúar 2022 20:45
„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. Körfubolti 24. janúar 2022 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 21. janúar 2022 23:04
Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Körfubolti 21. janúar 2022 22:43
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Breiðablik 116-97 | Öruggur sigur ÍR-inga ÍR hafði betur gegn Breiðablik í viðureign liðanna í Breiðholtinu í kvöld en lokatölur leiksins voru 116-97. Körfubolti 21. janúar 2022 21:15
„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“ Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik. Körfubolti 20. janúar 2022 20:58
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Ak. 97-62 | Njarðvíkingar fóru illa með botnliðið Njarðvík vann afar sannfærandi 35 stiga sigur er liðið fékk botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-62. Körfubolti 20. janúar 2022 20:52
Benni mætir liðinu sem hefur ekki unnið í Ljónagryfjunni síðan hann þjálfaði það Eini leikur kvöldsins í Subway-deild karla verður leikur Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 20. janúar 2022 15:31
Enn einum KR-leiknum frestað en núna ekki út af þeim: Biðin verður 39 dagar Körfuknattleikssamband Íslands hefur gert mikið af því að fresta leikjum vegna kórónuveirusmita og fleiri bættust í hópinn í dag. Körfubolti 19. janúar 2022 12:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 88-77 | Heimamenn fara upp úr fallsæti ÍR vann góðan 11 sigur á Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld, lokatölur 88-77. Sigurinn lyftir heimamönnum upp úr fallsæti. Körfubolti 17. janúar 2022 23:29