Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn

Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. 

Lífið
Fréttamynd

Backstreet-strákur kominn aftur til Ís­lands

AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. 

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk fékk sprengju­brot að gjöf

Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum

Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri svart­sýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.

Lífið
Fréttamynd

Gaman að geta grætt fólk á góðan hátt

Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari Stuðlabandsins, steig á stokk í gær í fyrsta sinn frá því að hann greindist með hvítblæði í febrúar á þessu ári. Stuðlabandið spilaði á Samfés og Magnús söng með þeim tvö lög. Hann segir stundina hafa verið einstaka sér í lagi vegna þess að hann á tvær dætur sem voru á ballinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta styrkti mig rosa­lega en þetta braut mig líka“

„Ég man að hafa hugsað um það hvað mér fannst þetta fáránlegt því maður á að vera ódauðlegur þegar að maður er tvítugur. Ég á að vera bara spennt fyrir lífinu og ekki hrædd. En núna er ég hrædd og okei hvað ætla ég að gera við það?“ segir tónlistarkonan Una Torfadóttir um það þegar hún greindist með krabbamein. Una hefur komið víða að í íslensku tónlistarlífi á undanförnum tveimur árum og var nú að senda frá sér plötuna Sundurlaus samtöl. Blaðamaður ræddi við Unu um hennar listrænu vegferð, ástina, fjölskylduna, veikindin, samband við sjálfa sig og fleira.

Tónlist
Fréttamynd

MANOWAR til Ís­lands í fyrsta sinn

Bandaríska þungarokkssveitin MANOWAR er á leið til Íslands og mun koma fram á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 1. febrúar á næsta ári. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“

Tónlist
Fréttamynd

Sjarmerandi og seiðandi á sjö­tugs­aldri

Einstaklingar sem búa yfir ákveðnum persónutöfrum virðast ná að heilla flesta með sínu fallega brosi, útgeislun eða sjálfsöryggi, og þykja afar sjarmerandi. Eitt er að víst að það er misjafnt hvað heillar fólk en þessar týpur eiga það sameiginlegt að stela senunni hvert sem þær mæta. 

Lífið
Fréttamynd

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“

„Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fögnuðu ís­lenskri tón­list við fjöruga opnun

„Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar.

Tónlist