Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál

Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við.

Lífið
Fréttamynd

Domingo dregur í land með afsökunarbeiðni sína

Aðeins tveimur dögum eftir að hann bað konur afsökunar á að hafa sært þær neitaði spænski söngvarinn Plácido Domingo því að hann hefði verið ágengur við konur eða reynt að koma höggi á þær í starfi.

Erlent
Fréttamynd

Ragnar Bjarnason látinn

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri listamenn bætast við á Secret Solstice

Bandaríski tónlistarmaðurinn Blackbear, finnska söngkonan Alma og breski rapp dúettinn Pete & Bas eru meðal þeirra listamanna sem hafa bæst í hóp þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Tónlistarbrú milli Íslands og Rússlands

Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Beck heldur tónleika í Reykjavík í sumar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck kemur til með að halda tónleika í Laugardalshöllinni 2.júní ásamt sveitinni Two Door Cinema Club í sumar en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Tónlist
Fréttamynd

Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beck­ham

Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum.

Lífið