Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Tónlist 31. mars 2022 12:59
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Hljómsveitin FLOTT og Mono Town, rapparinn Birnir og tónlistarkonurnar Bríet og Anna Gréta Sigurðardóttir hlutu öll tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu fyrr í kvöld. Tónlist 30. mars 2022 22:43
Söngvari The Wanted látinn 33 ára gamall Tom Parker, söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted lést í dag 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020 og fór í gegnum langa og stranga krabbameinsmeðferð sem bar ekki árangur. Tónlist 30. mars 2022 20:14
Flutti til Los Angeles til að setja tónlistina í fyrsta sæti Tónlistarmaðurinn Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles. Á streymisveitunni Spotify er hann með um 400 þúsund mánaðarlega hlustendur og hefur fylgst með tölunum aukast að undanförnu. Blaðamaður hafði samband við Magnús vestur um haf og tók púlsinn á honum. Tónlist 30. mars 2022 20:01
Saga palestínskrar fjölskyldu á Íslandi sem býr við endalausa óvissu Hljómsveitin BSÍ sendir frá nýtt myndband við lagið þeirra TAL 11. Leikstjóri myndbandsins er Erlendur Sveinsson en lagið er af fyrstu breiðskífunni BSÍ sem kom út í fyrra. Myndbandið lokar þar með hringnum í kringum útgáfu plötunnar þeirra „Stundum þunglynd ... en alltaf andfasísk“. Hér má sjá myndbandið: Tónlist 30. mars 2022 12:17
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - nýtt og ferskt tónlistarfólk allsráðandi! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 29. mars 2022 22:31
Breskur doktor í taugavísindum og erfðafræði á toppnum í raftónlistinni Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög mars. Á toppnum trónir breski raftónlistarmaðurinn Floating Points frá Manchester. Hann er doktor í taugavísindum og erfðafræði og orðinn einn þekktasti raftónlistarmaður Breta. Tónlist 29. mars 2022 20:01
Ný Tónlistarmiðstöð líti dagsins ljós á næsta ári Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Innlent 29. mars 2022 15:55
Gervi-Íslendingur græðir á tá og fingri á Spotify Íslenska tónlistarmanninn Ekfat kannast fæstir við en þrátt fyrir það er hann að fá milljónir hlustana á streymisveitunni Spotify. Lögin Polar Circle og Singapore með Ekfat eru samtals með yfir 5 milljónir hlustana. Viðskipti innlent 29. mars 2022 14:30
Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. Tónlist 29. mars 2022 11:49
Lisa Ekdahl með tónleika í Hörpu í sumar Sænska söngkonan Lisa Ekdahl er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. júní í sumar. Lífið 29. mars 2022 11:19
Megan Thee Stallion stal senunni í Encanto atriði Lagið We Don't Talk About Bruno úr Encanto var flutt á hátíðinni í gær í sérstakri Óskarsútgáfu. Megan Thee Stallion fór þar á kostum. Tónlist 28. mars 2022 17:00
Óskarsverðlaunaflutningur Billie Eilish og Finneas O'Connell Systkinin Billie Eilish og Finneas O'Connell unnu Óskarsverðlaunin í ár fyrir besta frumsamda lagið. Bond lagið þeirra No Time to Die var valið það besta úr kvikmyndum síðasta árs. Tónlist 28. mars 2022 15:00
Blue Ivy kom fram í Óskarsatriði Beyoncé Beyoncé ljómaði eins og sólin í stórkostlegu atriði í nótt. Söngkonan Beyoncé opnaði Óskarsverðlaunin með flutningi á laginu Be Alive úr kvikmyndinni King Richard. Tónlist 28. mars 2022 10:31
Billie Eilish hreppir Óskarinn fyrir besta frumsamda lagið Tónlistarkonan Billie Eilish var rétt í þessu að vinna Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið ásamt bróður sínum Finneas Eilish. Lagið sem um ræðir heitir No Time To Die og er titillag nýjustu James Bond kvikmyndarinnar. Tónlist 28. mars 2022 03:01
Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis. Albumm 27. mars 2022 18:35
Ópíóðar og þunglyndislyf í blóði trommarans Leifar tíu mismunandi lyfja og efna, meðal annars ópíóða, þunglyndislyfja og kannabis, fundust í blóði trommarans Taylor Hawkins sem féll frá á föstudaginn aðeins fimmtíu ára gamall. Tónlist 27. mars 2022 10:08
Þórdís Erla bæjarlistarmaður Seltjarnarness Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistarmaður Seltjarnarness árið 2022 við hátíðlega athöfn á bókasafni bæjarins föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Menning 27. mars 2022 09:43
Íslenskt tónlistarfólk tekur yfir topp tíu Íslenskt tónlistarfólk átti öfluga viku á íslenska listanum. Sex íslensk lög sitja nú í topp tíu og efstu fjögur lög listans eru eftir íslenska tónlistarmenn. Tónlist 26. mars 2022 16:00
Útgáfurisi gefur út íslenska kórtónlist Útgáfurisinn Universal gaf nýverið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Kórinn var stofnaður um aldamótin og skipar 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Tónlist 26. mars 2022 15:46
Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. Tónlist 26. mars 2022 08:48
Páll Óskar tók lagið: „Ég er búinn að lifa alveg dásamlegu lífi“ Poppkóngurinn Páll Óskar fagnar fimmtugsafmæli sínu í kvöld með stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Hann kveðst ótrúlega þakklátur og segist vera búinn að lifa dásamlegu lífi. Lífið 25. mars 2022 20:34
Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. Tónlist 25. mars 2022 13:30
Friðrik Dór og BÓ endurútsetja lagið Dagar og nætur Friðrik Dór gaf í dag út endurútgáfu af laginu Dagar og nætur. Lagið framleiddi Pálmi Ragnar og mun það birtast í þáttaröðinni Brúðkaupið okkar. Tónlist 25. mars 2022 13:04
Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár. Lífið 25. mars 2022 12:14
„Ég hef vaxið undanfarin ár og hef getað gefið mér tíma til þess“ Tónlistarmaðurinn Þórsteinn Einarsson býr í Vínarborg þar sem hann er með plötusamningi við Sony Music og er hann að gefa út nýja plötu í dag. Þórsteinn er einnig að fara á tónleikaferðalag um Austurríki eftir útgáfu plötunnar. Lífið 25. mars 2022 11:30
Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. Tónlist 25. mars 2022 07:01
Taktu þátt: Búðu til þitt eigið lag og myndband með Overtune Vísir.is ætlar að leita að besta OVERTUNE lagi og myndbandi og eru peningaverðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin. Leikurinn stendur til 7. apríl. Lífið samstarf 25. mars 2022 07:01
„Ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll“ Una Torfadóttir byrjaði að semja lög um ástarsorg löngu áður en hún upplifði hana sjálf. Sem barn skrifaði hún dramatíska texta á ensku og söng af mikilli innlifun en þegar unglingsárin hófust fór Una að skrifa um sínar eigin upplifanir og þá tók móðurmálið við. Albumm 24. mars 2022 15:50
„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“ Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra. Tónlist 24. mars 2022 12:31