Veður

Veður


Fréttamynd

Vegagerðin varar við hvassviðri

Vegagerðin varar við hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og vaxandi skafrenningi norðvestantil. Hálkublettir eru á flestum vegum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Óveðrið nær hámarki í dag

Hvassviðrið sem nú gengur yfir landið mun ná hámarki sínu síðar í dag að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víða er lítið ferðaveður og snjófjóðahætta meðal annars í Súðavíkurhlíð.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að komast heim fyrir jól

Spáð er vonskuveðri um nánast allt land í dag og á morgun. Flugsamgöngur til Ísafjarðar hafa farið úr skorðum vegna veðurs og varð vél Flugfélags Íslands að hætta við lendingu á Ísafirði í gær. Nokkrir Ísfirðirngar komast ekki til sín heima yfir jólahátíðina vegna veðurs.

Innlent
Fréttamynd

Flughált víða um landið

Varað er við umferð Hreindýra á Austur- og Suðurlandi. Hreindýrahópar eru nú við veg í Hamarfirði og Álftafirði og einnig í Reyðarfirði. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar.

Innlent
Fréttamynd

Flughálka víðsvegar um landið

Vegagerðin varar við flughálku á Holtavörðuheiði, Landvegi, Mýrdalssandi og í kringum Kirkjubæjarklaustur. Á Suður- og Suðvesturlandi er einnig mikil hálka en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag veltu fjórir ökumenn bifreið sinni á svæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar bílveltur á Suðurlandi í dag

Fjórar bílveltur hafa komið upp á Suðurlandi í dag en gríðarlega hálka er á vegum í Árnessýslu. Mikil ísing er á vegum og leynir hún á sér en enginn hefur slasast alvarlega og betur hefur farið en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Hálka í hlákunni

Mikil og óvænt ísing myndaðist víða á götum og vegum í gærkvöldi, einkum suðvestanlands. Nokkrir þurftu að leita læknis eftir slæmar byltur á svellbunkum og nokkrir bílar höfnuðu utan vegar, en ekki er vitað til að neinn hafi meiðst í þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“

Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki.

Innlent