Veður

Veður


Fréttamynd

„Þetta er mjög öflug lægð“

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Dagarnir lengjast og válynd veður

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.

Lífið
Fréttamynd

Versta veðrið í kvöld og í nótt

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands.

Innlent
Fréttamynd

Gengur í suð­austan­storm með tals­verðri rigningu

Lægðardrag gengur norðaustur yfir landið með morgninum og ber þar með sér hvassa suðaustanátt, slyddu eða rigningu sunnan og vestan til, en snjókomu inn til landsins. Í kvöld gengur svo í suðaustanstorm með talsverðri rigningu sunnantil. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út víða um land.

Veður
Fréttamynd

Fella niður flug á fimmtu­dag

Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­lega djúp lægð í kortunum

Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitir á Austfjörðum ferja fólk til og frá vinnu vegna ófærðar

Björgunarsveitir á Austfjörðum hafa þurft að ferja fólk til og frá vinnu í gær og í dag vegna ófærðar. Í langflestum tilfellum hefur um heilbrigðisstarfsfólk verið að ræða en  óveður geisar í landshlutanum og vegir víða ófærir. Þá hefur talsvert verið um fok á þakplötum í bænum og hefur fólk því verið beðið um að halda sig innandyra.

Innlent
Fréttamynd

Aflýsa sýnatökum vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Mun betra ferðaveður í dag en í gær

Dregið hefur verulega úr vindi á landinu í nótt. Víða er nú norðaustan- eða norðanátt og um 10-18 m/s en þó má búast við hvössum vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. 

Veður
Fréttamynd

All­hvöss norðan­átt og snjó­koma eða él víða á landinu

Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag og að strekkingur eða allhvass verði algengur vindstyrkur. Jafnvel megi reikna með að það verði hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan- og vestanlands. Nú í morgunsárið sé snjókoma eða él nokkuð víða á landinu.

Veður