Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. 31.7.2024 06:46
Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. 31.7.2024 06:22
Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. 30.7.2024 08:33
Reyna að fá Ísrael til að ráðast ekki á Beirút Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hafa gefið út ferðaviðvörun til ríkisborgara sinna og hvatt þá til að ferðast ekki til Líbanon og íhuga að yfirgefa landið ef þeir eru þar. 30.7.2024 07:16
Úkraínumenn aðstoða uppreisnarmenn í Malí gegn Wagner-liðum Úkraínumenn segjast hafa átt þátt að málum þegar aðskilnaðarsinnar og jíhadistar í Malí sátu fyrir og drápu fjölda málaliða Wagner. Fram kom á Telegram rás tengdri forystu Wagner í gær að fjöldi liðsmanna hópsins hefði verið drepinn í síðustu viku. 30.7.2024 06:55
Almennir borgara eltu uppi þjófa í tveimur aðskildum málum Lögregla aðstoðaði í tveimur málum í gærkvöldi eða nótt þar sem almennir borgara höfðu tekið málin í eigin hendur eftir að hafa komist á snoðir um glæp. 30.7.2024 06:23
Fékk 549.127 krónur í afslátt af bílnum Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“. 29.7.2024 08:04
Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. 29.7.2024 07:45
Lést af völdum langvinnrar lungateppu og astma Sinéad O'Connor lést af völdum langvinnrar lungnateppu og astma að því er segir á dánarvottorði tónlistarkonunnar, sem lést í fyrra. 29.7.2024 07:13
Óttast stigmögnun átaka við landamæri Ísrael og Líbanon Miklar áhyggjur eru uppi af því að stjórnvöld í Ísrael ákveði að ráðast í umfangsmiklar hefndaraðgerðir gegn skotmörkum í Líbanon, sem gæti leitt til allsherjar stríðs á svæðinu. 29.7.2024 06:56