Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skatta­hvatar „mikil­vægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hug­verka­iðnað

Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum.

Un­bro­ken sótti hálfan milljarð og stefnir að skráningu innan fárra ára

Íslenska sjávarlíftæknifélagið Unbroken, sem er meðal annars að stórum hluta í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, hefur klárað hlutafjáraukningu upp á samtals hálfan milljarð króna í því skyni að efla alþjóðlega markaðssetningu á hinu „byltingarkennda“ fæðubótarefni. Virði félagsins í viðskiptunum er um 7,5 milljarðar en Unbroken fæðubótarefnið er núna selt til tuga landa.

Seðla­bankinn vill skoða að heimila líf­eyris­sjóðum að lána verð­bréf

Hægt væri að auka skilvirkni og dýpt verðbréfamarkaða hér á landi með því að veita íslenskum lífeyrissjóðum, langsamlega stærstu fjárfestunum á markaði, frekari heimildir til afleiðuviðskipta og jafnframt leyfa þeim að lána hlutabréf eða skuldabréf sín, að sögn Seðlabankans. Vegna stærðar sinnar getur hegðun lífeyrissjóða heft „veruleg áhrif“ á verðmyndun á markaði og því sé jákvætt fyrir fjármálastöðuga að skoða leiðir sem gætu aukið þátttöku annarra fjárfesta.

Af­koma Icelandair var vel undir spám grein­enda og gengið lækkaði skarpt

Minni eftirspurn á markaðnum til Íslands og lægri meðalfargjöld á flugi yfir Atlantshafið veldur því að rekstrarhagnaður Icelandair af farþegafluginu hefur skroppið saman um tæplega níutíu prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Uppgjör Icelandair fyrir þriðja fjórðung var nokkuð undir væntingum greinenda og fjárfesta en félagið sér fram á verulega bætta afkomu á næsta fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og horfurnar fyrir 2025 séu góðar samhliða því að sumir keppinautar eru að draga saman seglin.

Búast við að klára sam­runann við Marel í árs­lok nú þegar styttist í sam­þykki ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú gefið til kynna að hún sé reiðubúin að taka á móti formlegi tilkynningu vegna samruna John Bean Technologies (JBT) og Marel en stjórnendur bandaríska félagsins telja að yfirlýst áform um að klára viðskiptin undir árslok eigi að ganga eftir. Hlutabréfaverð JBT hefur rokið upp eftir að afkoman á þriðja ársfjórðungi var yfir væntingum greinenda en félagið skilaði mettekjum og framlegðin batnaði sömuleiðis verulega.

Aðal­eig­andi Geo Salmo fer fyrir ellefu milljarða fjár­festinga­fé­lagi

Fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem hagnaðist verulega fyrir fáeinum árum þegar erlendir fjárfestar keyptu Advania og síðar gagnavershluta fyrirtækisins, ræður yfir samtals um ellefu milljarða króna eignasafni hér á landi og er nánast skuldlaust. Miðað við bókfært virði á litlum eftirstandandi hlut þess í Advania var upplýsingatæknifyrirtækið, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár, verðmetið á nærri 300 milljarða um síðustu áramót.

Hluturinn í Controlant er „stærsta ó­vissan“ í eigna­safni Sjó­vá

Ef Sjóvá hefði vitað um þau viðbótarréttindi sem fjárfestar fengu við útboð Controlant í árslok 2023, sem ver þá fyrir umtalsverðri gengislækkun í yfirstandandi hlutafjáraukningu, þá hefði tryggingafélagið ekki bókfært virði hlutarins hjá sér miðað við gengið 105 krónur á hlut, segir forstöðumaður fjárfestinga. Stjórnendur Sjóvá merkja aukna samkeppni í tryggingarstarfseminni eftir að einn af keppinautum félagsins, VÍS, sameinaðist Fossum fjárfestingabanka.

Hagar færa út kvíarnar og kaupa fær­eyskt verslunar­fé­lag fyrir um níu milljarða

Smásölurisinn Hagar hefur náð samkomulagi við eigendur verslunarfélagsins P/F SMS í Færeyjum, sem rekur meðal annara átta Bónusverslanir, fyrir jafnvirði meira en níu milljarða króna í því skyni að auka umsvif félagsins í dagvöruverslun. Hinir færeysku eigendur SMS fá að hluta greitt með bréfum í Högum en fjárfestar taka vel í tíðindin og hlutabréfaverðið hækkað skarpt í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni.

Telur ó­kosti kaup­rétta hvað þeir geta verið „ó­fyrir­sjáan­legir“ í niður­stöðum

Lífeyrissjóðurinn Gildi lagðist gegn kaupréttaráætlun sem var samþykkt á hluthafafundi Reita, rétt eins og sjóðurinn hefur gert í tilfelli annarra félaga að undanförnu, og vill að skoðaðar séu aðrar leiðir en kaupréttir þegar komið er á langtímahvatakerfi fyrir lykilstjórnendur. Gildi er langsamlega stærsti hluthafinn í Reitum, með um nítján prósenta hlut, en sá næst stærsti – Lífeyrissjóður verslunarmanna – studdi hins vegar tillögu stjórnar fasteignafélagsins um kaupréttarkerfið.

„Hraust­leg lækkun“ á van­mati fé­laga eftir að markaðurinn tók loksins við sér

Eftir dræman árangur í samanburði við flesta erlenda hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið hefur íslenski markaðurinn, einkum núna þegar vaxtalækkunarferlið er farið af stað, loksins tekið við sér og það er margt sem vinnur með honum um þessar mundir, að mati hlutabréfagreinenda. Hækkandi hlutabréfaverð kemur hins vegar á sama tíma og það er að draga úr samkeppnishæfni Íslands eftir miklar launahækkanir og gengisstyrkingu á undanförnum árum.

Sjá meira