Áforma að selja Verne Global gagnaverin í heild sinni til að minnka skuldsetningu Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure, sem hefur verið í kröppum dansi vegna lausafjárerfiðleika og mikillar skuldsetningar, stefnir núna að því að selja alla eignarhluti sína í gagnverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi sem það keypti fyrir aðeins tveimur árum. Hlutabréfaverð breska innviðafjárfestingafélagsins hefur fallið í verði um liðlega sextíu prósent á einu ári og nýlega þurfti það að falla frá fyrri áformum sínum um arðgreiðslur til hluthafa. 27.10.2023 10:23
Ný útlán til fyrirtækja skreppa saman í fyrsta sinn í nærri tvö ár Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti bankakerfisins til atvinnulífsins en hrein ný útlán drógust saman í september, einkum vegna uppgreiðslu á lánum fyrirtækja í samgöngum, í fyrsta sinn frá því undir árslok 2021. Ekkert lát er hins vegar á ásókn heimila yfir í verðtryggð lán en þriðja mánuðinn í röð var nýtt met slegið í slíkum lánum með veði í íbúð. 25.10.2023 16:58
Framlegð Ísfélagsins minnkar lítillega í aðdraganda skráningar á markað Eftir metafkomu í fyrra er útlit fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri útgerðarrisans Ísfélagsins muni minnka nokkuð á þessu ári samhliða erfiðari aðstæðum en EBITDA-hagnaður félagsins var samt yfir fjórir milljarðar króna á fyrri árshelmingi. Ísfélagið, sem varð til við sameiningu Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma um miðjan júní, boðaði lífeyrissjóði og aðra fjárfesta til kynningarfunda í liðinni viku en félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina undir lok ársins. 25.10.2023 09:45
Afkoman undir væntingum en Marel skilaði „framúrskarandi“ sjóðstreymi Afkoma Marels á þriðja fjórðungi var nokkuð undir væntingum greinenda á alla helstu mælikvarða en á móti benda stjórnendur á „framúrskarandi“ sjóðstreymi, sem var yfir 60 milljónir evra, og lægri kostnaðargrunn eftir hagræðingaraðgerðir. Hlutfall pantana á móti tekjum stóð í stað frá fyrri fjórðungi en horfur eru taldar fara „batnandi“ samhliða bættu ytra umhverfi. Fjármagnskostnaður Marels hefur meira en þrefaldast á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. 23.10.2023 23:14
Seldi í Hampiðjunni á níu prósenta „afslætti“ skömmu eftir að sölubann rann út Aðeins rétt ríflega tveimur mánuðum eftir að sölubann á liðlega sjö prósenta hlut FSN Capital í Hampiðjunni rann út, sem það fékk sem greiðslu fyrir sölu á Mørenot fyrr á árinu, hefur norski fjárfestingasjóðurinn selt um tvo þriðju af stöðu sinni til hóps íslenskra fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð. Væntingar um að sjóðurinn sé enn með talsvert framboð af bréfum til sölu gæti haldi niðri gengi bréfa Hampiðjunnar. 23.10.2023 12:37
Útlit fyrir að EBIT-hlutfall Marels verði undir tíu prósent á krefjandi fjórðungi Gangi spár greinenda eftir verður samdráttur á flestum sviðum Marels á milli ára þegar félagið birtir uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung eftir lokun markaða í dag og að framlegðarhlutfallið muni vera um rétt tæplega tíu prósent. Hlutabréfaverð Marels hefur fallið um liðlega fjórðung á innan við tveimur mánuðum og ekki verið lægra frá því snemma árs 2018. 23.10.2023 09:49
Greinandi Citi hækkar verðmat sitt á Alvotech um hundrað prósent Greinandi bandaríska fjárfestingabankans Citi, sem hefur mælt með sölu á bréfum í Alvotech frá því um haustið 2022, hefur nú uppfært verðmat sitt á íslenska líftæknilyfjafélaginu um hundrað prósent og ráðleggur fjárfestum að halda í bréfin. Hann er vongóður um að Alvotech verði fyrsta fyrirtækið til að komast inn á Bandaríkjamarkað með hliðstæðu við Humira, mesta selda lyf í heimi, í háum styrk og með útskiptileika. 20.10.2023 11:59
Mikil hækkun launakostnaðar ein helsta áhættan fyrir ytri stöðu þjóðarbúsins Mikil hækkun launakostnaðar á framleidda einingu hér á landi á síðustu árum er „langt yfir“ þeim viðmiðunarmörkum sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur sett til að meta mögulegt ójafnvægi á ytri stöðu hagkerfa. Verði framhald á launahækkunum umfram framleiðnivöxt mun það að líkindum leiða til verðbólgu, meiri viðskiptahalla og um leið gengislækkunar krónunnar, að mati Seðlabankans. 19.10.2023 11:47
Laun ófaglærðra hækkað mun hraðar en annarra stétta með fjölgun ferðamanna Launakjör ófaglærðra á Íslandi, sem eru nú þau bestu sem þekkjast í Evrópu, hafa batnað mun hraðar en annarra stétta frá aldamótum en kaupmáttur lágmarkslauna hefur þannig nærri tvöfaldast á meðan þeir sem eru með meistarapróf úr háskóla hafa upplifað nánast enga kaupmáttaraukningu, að sögn forstöðumanns Hagfræðistofnunar. Meginskýringin að baki þessari þróun sé „eðlileg afleiðing“ af efnahagsástandinu þar sem aukinn straumur ferðamanna til landsins hafi búið til mikla sókn í ófaglært vinnuafl. 18.10.2023 13:15
Skuldabréfamarkaðurinn verið að dýpka og veltuhlutfallið ekki hærra um árabil Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða. 17.10.2023 10:51