Ók á ljósastaur við Grensásveg Ökumaður ók bifreið á ljósastaur við Grensásveg á ellefta tímanum í dag. Sjúkrabíll var sendur á svæðið en engin meiriháttar slys urðu á fólki. 23.11.2024 23:46
Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út þegar eldur kviknaði í bifreið á Vesturlandsvegi við Brúarfljót í Mosfellsbæ á níunda tímanum í kvöld. 23.11.2024 23:28
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23.11.2024 23:12
Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélags Íslands segir að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins í dag hafi gengið vel og hún horfir bjartsýn á morgundaginn. Náist samningar á morgun verður ekkert af boðuðu verkfalli lækna sem annars myndi hefjast á miðnætti annað kvöld. 23.11.2024 22:36
Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá Metils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing. 23.11.2024 22:02
Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist ekki treysta Sjálfstæðisflokknum til að fjárfesta í menntakerfinu. Hann segir flokkinn hafa barist gegn fjárveitingum til málaflokksins og lagt til niðurskurð á hverju ári. 23.11.2024 20:51
Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið HS Orka biður viðskiptavini sína á Suðurnesjum um að vera undir það búin að eldgosið við Grindavík gæti haft áhrif á afhendingu á heitu vatni. Íbúar eru hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og halda varma inn í húsum með því að hafa glugga lokaða. 23.11.2024 18:25
Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. 23.11.2024 18:10
„RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Snorri Másson ber Ríkisútvarpið þungum sökum í nýju myndbandi sem farið hefur eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Hann segir fjölmiðilinn vera líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi, og segir hann hafa fjallað undarlega um Miðflokkinn á Tiktok. 22.11.2024 23:34
Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Til stendur að opna Bláa lónið aftur fyrir gestum 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var til viðskiptavina. 22.11.2024 21:50