Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. 23.11.2024 20:06
Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. 23.11.2024 15:03
Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál. 22.11.2024 14:59
Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. 20.11.2024 22:03
Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. 17.11.2024 12:04
Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. 16.11.2024 20:06
Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Konur í Kvenfélagi Selfoss hafa haft í nógu að snúast síðustu vikurnar við saumavélarnar sínar því þær tóku að sér að sauma fjölnota lyfjapoka undir lyfjabox fyrir Apótek Suðurlands, allt úr endurunnu efni. 16.11.2024 14:05
Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. 11.11.2024 20:05
Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram. 10.11.2024 20:04
Ótryggðir bændur Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. 10.11.2024 14:04