Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir fjöl­skylduna flutta

Bandaríska Hollywood leikkonan Eva Longoria segir að fjölskylda sín sé flutt frá Bandaríkjunum. Hún býr nú í Mexíkó og á Spáni. Ástæðuna rekur leikkonan til andrúmsloftsins í landinu eftir Covid-19 heimsfaraldurinn, til hárra skatta í Kaliforníu og kosningu Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta.

Fáir sáu ís­lenskar bíó­myndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk

Dæmi er um að innan við hundrað manns mæti á frumsýningar íslenskra kvikmynda. Um er að ræða myndir sem hlotið hafa á annað hundrað milljónir í styrki frá Kvikmyndasjóði Íslands sem rekinn er fyrir opinbert fé. Jón Gnarr hefur velt því upp hvort ekki sé tilefni til að styrkja frekar sjónvarpsþáttagerð hér á landi. Ritstjóri Klapptrés segir aðsókn á íslenskar kvikmyndir heilt yfir góða, veruleikinn sé sá að flestir sjái myndir annars staðar en í bíó.

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Hafa bæði kvatt sín fyrr­verandi og eru al­sæl saman

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster eru í sjöunda himni en þau hafa nú bæði kvatt fyrrverandi maka sína og geta því loksins verið saman. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six segir þau aldrei hafa verið hamingjusamari og hefur þetta eftir ónefndu vinafólki.

Fagur­fræði: Hvernig förðum við mis­munandi húðtýpur?

„Í þessum þætti ætla ég að fara yfir það með ykkur hvernig við förðum mismunandi húðtýpur,“ segir förðunarfræðingurinn Rakel María sem fær til sín tvö módel þær Öglu og Agnesi í nýjasta þætti Fagurfræða.

„Nýja heimsskipanin:“ Leyni­leg á­ætlun um heims­yfir­ráð í undir­búningi?

Sögur af leynilegri valdaelítu sem vinni að því að hneppa heimsbyggðina alla í ánauð hafa lengi verið á sveimi. Í kjölfar ýmissa þjóðfélagslegra áfalla á heimsvísu, svo sem fjármálakrísuna, flóttamannakrísuna og í kjölfar Covid-faraldursins og nú stríða í Úkraínu og Palestínu hafa áhyggjur magnast af því að alþjóðleg elíta illvirkja, oft nefnd „heimselítan,“ vinni að því að koma á alræðisstjórn og hneppa heimsbyggðina undir stjórn fárra útvalinna.

HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Bannað að hlæja: Stressið alls­ráðandi í upp­hafi kvöldsins

Stressið verður allsráðandi hjá fyrstu gestum Audda Blö í kvöldverðarboði hans í fyrsta þætti af Bannað að hlæja sem er sýndur í kvöld. Þar er eina reglan sú líkt og nafnið gefur til kynna að það er stranglega bannað að hlæja og kvöldverðargestir fá stig fyrir að láta aðra hlæja.

Sjá meira