„Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Axel Óskar Andrésson mun ekki leika áfram með KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann hefur nú formlega kvatt liðið á samfélagsmiðlum, ber hann félaginu og KR-ingum í heild sinni söguna vel. 12.11.2024 21:15
Bruno til bjargar Bruno Fernandes, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United og landsliðsmaður Portúgal, var meðal þeirra sem komu farþega um borð í flugvél easyJet frá Manchester til Lissabon til bjargar. 12.11.2024 20:31
Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Juventus í Meistaradeild Evrópu kvenna. Þá skoraði Barcelona sex mörk gegn St. Pölten frá Austurríki. 12.11.2024 19:51
Kristófer áfram í Kópavogi Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis. 12.11.2024 19:01
Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Anthony Elanga, leikmaður spútnikliðs Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, er ekki í landsliðshópi Svíþjóðar fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Landsliðsþjálfarinn Jon Dahl Tomasson hefur reynt að ná í vængmanninn sem svarar ekki símanum og virðist ekki hafa neinn áhuga á að hringja til baka. 12.11.2024 07:01
Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Það er ýmislegt á boðstólnum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 12.11.2024 06:02
Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. 11.11.2024 23:17
Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Árni Þór Hilmarsson hefur ákveðið að segja starfi sínu sem þjálfari Selfoss í 1. deildar karla í körfubolta lausu vegna heilsufarsástæðna. Hann greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni. 11.11.2024 22:32
Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Wisla Plock í Póllandi og íslenska landsliðsins í handbolta, var valinn í úrvalslið fyrstu tveggja umferða undankeppni Evrópumóts karla í handbolta sem fram fer 2026. 11.11.2024 21:45
Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sky Sports greinir frá því að miðjumaðurinn Paul Pogba sé við það að rifta samningi sínum við ítalska efstu deildarliðið Juventus. Samningur hans er til sumarsins 2026 en hann hefur ekkert spilað undanfarna mánuði eftir að fara verið dæmdur í leikbann. 11.11.2024 21:00