Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Knattspyrnudeild Fram hefur nú staðfest komu tveggja leikmanna sem koma til félagsins frá Lengjudeildarliðum Grindavíkur og Gróttu. Áður hafði félagið fengið annan leikmann frá Grindavík og leikmann frá ÍR. 24.11.2024 10:45
Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma. 24.11.2024 09:54
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24.11.2024 09:30
Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram. 24.11.2024 09:19
Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Aston Villa hefur nú leikið sex leiki í röð, í öllum keppnum, án sigurs eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli við Crystal Palace í ensku úrvalsdelidinni. Fimm leikjum var að ljúka. 23.11.2024 17:04
Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslandsmeistarar Breiðabliks kynntu í dag Óla Val Ómarsson sem nýjasta leikmann liðsins en hann kemur til félagsins frá Sirius í Svíþjóð, eftir að hafa spilað með Stjörnunni í sumar. Samningur hans við Breiðablik gildir til ársins 2028. 23.11.2024 16:19
Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í dag, þriðja leikinn í röð, þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 23.11.2024 15:59
Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Stefan Alexander Ljubicic er snúinn aftur heim til Keflavíkur og ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta næsta sumar. 23.11.2024 15:43
Jóhann lagði upp langþráð mark Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var mættur í slaginn með Al Orobah í Sádi-Arabíu í dag eftir landsleikina tvo í Þjóðadeildinni. 23.11.2024 15:28
Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Róbert Orri Þorkelsson átti sinn þátt í því að koma Kongsvinger skrefi nær norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, með 2-1 útisigri gegn Egersund. 23.11.2024 15:20