Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins.

Fjölmiðlabann í kjara­deilu kennara

Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 

Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur.

Straumar valda á­lagi á varnar­garða og staðan við­kvæm

Enn gýs á þremur stöðum í eldgosinu við Sundhnúksgíga og er virknin enn nokkuð stöðug. Jafnframt mælist gosórói stöðugur en engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu. Staðan er viðkvæm hvað varðar möguleg áhrif á innviði í og við Svartsengi vegna hraunflæðis.

Upp­nám á COP29 er full­trúar þjóða strunsuðu út

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar.

Sjáðu Nínu Dögg sem Vig­dísi í fyrstu stiklunni

Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins.

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Khalid kemur út úr skápnum

Víðfrægi tónlistarmaðurinn Khalid hefur nú komið út úr skápnum sem hinsegin manneskja en þessu greinir hann frá í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

Út­boð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri

Útboð Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á myndgreiningarþjónustu hefur verið stöðvað. Verulegar líkur hafa verið leiddar að brotum gegn lögum um opinber innkaup með útboðinu. 

Sjá meira