Fréttir

Fréttamynd

Lengd fingra skiptir máli

Þeir sem eru með lengri baugfingur en vísifingur eru líklegri til þess að þurfa gervilið í hné vegna slitgigtar. Þetta kom fram á rannsóknarráðstefnu Lyflækningasviðs LSH.

Innlent
Fréttamynd

Kamprad gefur milljarða króna

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aðgengi að kössunum verði takmarkað

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir brýnt að samræma það regluverk sem gildir um spilakassa og happdrætti. Einnig vill hann láta auka eftirlit gífurlega og takmarka aðgengi að spilakössum. Þá vill hann grípa til úrræða til að sporna gegn fjárhættuspilum á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum

Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli.

Innlent
Fréttamynd

150 hús og íbúðir handa 11.500

Orlofssjóður Kennarasambands Íslands (KÍ) hefur opnað nýjan bókunarvef og vefverslun fyrir orlofshús sín, hótel- og flugmiða auk veiðikorts.

Innlent
Fréttamynd

Óráð að ráða bæjarfulltrúa

"Ég held að öllum finnist óeðlilegt að það sé ráðinn í þetta fyrrverandi bæjarfulltrúi. Þau tengsl eru óþægileg þegar hugsað er um vanhæfi og siðareglur,“ segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Fáeinir dagar eftir af vertíðinni

Loðnuvertíð er að ljúka en aðeins tuttugu þúsund tonn eru óveidd af 591 þúsund tonna aflamarki, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Fiskistofu. Skip HB Granda áttu í gær óveidd um 1.500 tonn af kvóta fyrirtækisins og er vonast til þess að hægt verði að ná því magni í vikunni. Ingunn AK hefur lokið veiðum en hin skipin eru enn að.

Innlent
Fréttamynd

Bretar lækka hátekjuskattinn

Hátekjuskattur í Bretlandi verður lækkaður úr 50 prósentum í 45 prósentum fyrir apríl á næsta ári. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, greindi meðal annars frá þessu þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær.

Erlent
Fréttamynd

46 drepnir í árásum í Írak

Al-Kaída hefur lýst sprengjuárásum í átta borgum í Írak á hendur sér. Minnst 46 létust í árásunum í fyrradag, en þeim var beint gegn lögreglunni og sjíta-múslimum.

Erlent
Fréttamynd

Plássin oftast fullnýtt

Reykjavíkurborg býður gistipláss og búsetuúrræði fyrir 60 til 64 einstaklinga sem eru í mikilli vímuefnaneyslu og eiga í engin hús að venda. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, segir plássin oftast fullnýtt.

Innlent
Fréttamynd

Hertar kröfur vegna mengunar

Með breytingu á reglugerð fellir umhverfisráðuneytið úr gildi sérákvæði starfandi sorpbrennslustöðva um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum

Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald yfir Annþóri og Berki að renna út

Gæsluvarðhald yfir hópi manna sem handteknir voru í umfangsmikilli lögreglurassíu í síðustu viku rennur út í dag. Lögmenn sumra þeirra, sem Fréttablaðið ræddi við í gær, gerðu fastlega ráð fyrir því að krafist yrði framlengingar á varðhaldinu yfir að minnsta kosti einhverjum mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar

Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns

Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál.

Innlent
Fréttamynd

Sigurrós ráðin á Hjálmars vakt

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir það koma sér á óvart að Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, skuli spyrjast fyrir um störf Sigurrósar Þorgrímsdóttur við ritun sögu Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið

Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig.

Erlent
Fréttamynd

Vinna fyrrum bæjarfulltrúa sé skýrð

„Það er ekki auðvelt að draga þennan kostnað saman þar sem hann er ekki alltaf sérgreindur, heldur samþættist öðrum kostnaði hjá bænum,“ segir í svari Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúans Hjálmars Hjálmarssonar um heildarkostnað bæjarins við ritun Sögu Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Lækka virðisaukaskatt á græna bíla

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum

"Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn,“ segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri gerðir húsnæðislána í boði en áður

Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring

Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru.

Innlent
Fréttamynd

Eiga meira fé en þeir koma í lóg

Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Romney vann stórisgur í Púertó Ríkó

Mitt Romney vann stórsigur í forkosningum Repúblikanaflokksins í Púertó Ríkó á sunnudag. Romney hlaut yfir áttatíu prósent atkvæða og alla tuttugu kjörmennina.

Erlent