Fréttir

Fréttamynd

Viðskiptavinir borguðu brúsann

Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað.

Innlent
Fréttamynd

Fagna hugmyndum um aukinn innflutning

Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Heilsustofnun starfi áfram

Ekki kemur annað til greina en að Heilsustofnunin í Hveragerði starfi áfram eftir áramót, sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan rann á kannabisfnyk

Lögreglan upprætti í gær kannabisræktun sem fannst í lokuðu og gluggalausu rými við Síðumúla. Málið var í rannsókn síðdegis og var meðal annars verið að telja plönturnar og leggja hald á búnað, þar sem meðal annars var að finna viftur, sterka lampa og vökvunarkerfi.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptabannið enn framlengt

Bandaríkjaforseti framlengdi í vikunni viðskiptabann við Kúbu sem hefur verið í gildi í einhverju formi frá upphafi sjöunda áratugarins, þegar Kastró tók völdin á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Stiller drakk Macchiato á Skólavörðustíg

Hollywood-stjarnan Ben Stiller spókaði sig með vinum sínum í miðborg Reykjavíkur í gær. Meðal annars sást til Stillers á Café Babalú á Skólavörðustíg þar sem hann fékk sér einn bolla af Macchiato.

Innlent
Fréttamynd

Fékk gull fyrir góðan árangur

Íslenska auglýsingaherferðin Inspired by Iceland fékk í gær gullverðlaun á EFFIE-auglýsingahátíðinni fyrir besta árangur evrópskrar auglýsingaherferðar sem byggði á notkun samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár að baki en sjaldan meiri erfiðleikar

Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar.

Innlent
Fréttamynd

Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við

Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum

Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Minna skip hentar Landeyjahöfn betur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt.

Innlent
Fréttamynd

Fossinn Hverfandi lifnar við

Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, fylltist á þriðjudag og mun vatn úr lóninu renna á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í ánni vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna

Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn vilja peningastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á þingi í gær ekki hægt að bjóða lengur upp á gjaldmiðil sem tæki kollsteypur á fimm til tíu ára fresti. Hún ítrekaði tillögur flokks síns um mótun peningamálastefnu til lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

21% ráðstöfunartekna í húsnæði

Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum á Íslandi var 21 prósent árið 2010. Árið 2009 var það 20,7 prósent og var það þá næstlægst á Norðurlöndunum. Aðeins á Finnlandi var það lægra. Þetta er samkvæmt tölum frá alþjóðlegri könnun Eurostat.

Innlent
Fréttamynd

Nýir björgunarbátar keyptir

Slysavarnaskóli sjómanna tók í gær í notkun þrjá nýja björgunarbáta. Þar af er einn lokaður lífbátur af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða notaðir við kennslu. Athöfnin fór fram við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldismenn í gæsluvarðhald

Tveir dæmdir ofbeldismenn með langa sakaferla sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Gætu endað á safni um einvígið

Tveir sænskir sjónvarpsmenn sem hlutu verðlaun frá sænska sjónvarpinu sem karlkyns þáttastjórnendur ársins ákváðu að gefa hópnum sem stóð að komu skákmeistarans Bobby Fischer til Íslands verðlaunagripinn.

Innlent
Fréttamynd

Grikkland ekki að kasta evrunni

Grikkland er óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu og önnur Evrópuríki munu hjálpa Grikkjum til að koma í veg fyrir að landið fari í greiðsluþrot. Þetta er niðurstaða símafundar leiðtoga Grikklands, Þýskalands og Frakklands í gær.

Erlent
Fréttamynd

Bíða tvær vikur eftir lækni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segist taka heils hugar undir mótmæli starfsfólks vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Rektor MR gerir athugasemdir

Kvartanir hafa borist frá foreldrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík vegna viðtals í skólablaði sem út kom í síðustu viku, segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

Innlent
Fréttamynd

Neytendafrömuður í framboð

Elizabeth Warren tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram fyrir demókrata í Massachusetts-ríki í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Warren er lögfræðiprófessor, landsþekkt fyrir baráttu að neytendamálum. Hún var ráðgjafi Baracks Obama forseta í þeim málum.

Erlent
Fréttamynd

Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi

Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn með stærstan hlut

Landsbankinn og Íslandsbanki eru með stærsta hlutdeild útlána til heimila samkvæmt samantekt á markaðshlutdeild íslensku viðskiptabankanna sem Samkeppniseftirlitið hefur birt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn

Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf.

Erlent