Tíu ár að baki en sjaldan meiri erfiðleikar 15. september 2011 06:00 Hermenn standa yfir fórnarlambi skotárása vikunnar í Kabúl. Mynd/AFP Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar. Senn eru tíu ár síðan Bandaríkjamenn, í sárum eftir árásirnar á Tvíburaturnana, réðust inn í Afganistan í því skyni að hafa uppi á Osama Bin Laden og uppræta hryðjuverkasamtökin Al-Kaída. Síðan er Bin Laden fundinn og fallinn – í Pakistan reyndar, sem er önnur og lengri saga – en innrásin í Afganistan hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Til stendur að ljúka þar hernaði eftir þrjú ár þrátt fyrir að ástandið sé eldfimara en nokkru sinni fyrr. Obama breytir um kúrsBarack Obama fór aldrei leynt með það eftir forsetakjör sitt að hann hygðist leggja miklum mun meiri áherslu á stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan en verið hefði. Ekki leið á löngu þar til hann hafði tilkynnt um mikla fjölgun í herliðinu en það sem þótti einna helst til marks um aukið vægi verkefnisins í Hvíta húsinu var þegar Obama tók sig til og setti af Stanley McChrystal hershöfðingja, sem stýrt hafði alþjóðaherliðinu í Afganistan í heilt ár við misjafnar undirtektir. Arftaki hans var enginn aukvisi. David Petraeus hafði leitt stríð Bandaríkjamanna í Írak um árabil við góðan orðstír þeirra sem um véluðu, þótt almenningur hafi ekki verið eins hrifinn af árangrinum. Það fleytti honum síðan í starf sem æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í tvö ár. Það mátti því vera öllum ljóst að Obama var full alvara þegar hann sendi Petraeus til Kabúl. Nú hefur Petraeus hlotið enn eina vegtylluna fyrir afrek sín í stríðsrekstri – í miklum kapli í efstu lögum bandarískrar stjórnsýslu endaði hann sem höfuð bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nýr maður í brúnni – en þó varlaÞegar fimm evrópskir blaðamenn komu til Kabúl í júlílok í boði Bandaríkjastjórnar, til að kynna sér hvernig miðaði við uppbyggingu í landinu, var ekki nema vika liðin síðan nýi maðurinn í brúnni tók við af Petraeus. Ólíkt forvera sínum ber hann ekki eftirminnilegt latneskt eftirnafn sem gæti verið beint upp úr merkri fornsögu. Hann heitir John Allen. Eftir viðræður við marga misháttsetta liðsmenn heraflans og starfsmenn í utanríkisþjónustunni stendur það eitt eftir um téðan Allen að enginn væntir þess að honum muni fylgja nokkrar stórkostlegar stefnu- eða áherslubreytingar í ætt við þær sem Petraeus kynnti á sínum síma. Enda hafa þeir tveir verið nánir samstarfsmenn undanfarinn áratug á ýmsum vettvangi og deila skoðunum og vinnubrögðum nánast eins og einn maður væri. Heimamenn taka við taumunumHvað sem segja má um Allen er ljóst að hans bíður ærið verkefni. Obama hefur lýst því yfir að hernaði Bandaríkjamanna í landinu muni ljúka um mitt ár 2014, í samræmi við óskir ríkisstjórnar Hamids Karzai, forseta landsins. Gangi það eftir þýðir það í raun endalok stríðsrekstrar alþjóðaherliðsins í landinu, enda eru bandarískir hermenn sjötíu prósent alls erlends herliðs þar ytra. Þetta verður gert í þrepum; afgönsku herliði fengin stjórn yfir misstórum svæðum landsins, nokkrum í einu. Sú aðgerð – ein sú viðamesta sem menn hafa staðið frammi fyrir frá upphafi stríðsins – hófst í sumar þegar alþjóðlegt herlið dró sig frá öruggustu svæðum landsins og Afganar tóku þar við öllum taumum. Til þess að þau umskipti geti gengið eftir hefur þurft að ráðast í verkefni sem við fyrstu sýn virðist óyfirstíganlegt. Fyrir utan það að byggja upp innviði í samfélagi sem skorti þá nánast alla eftir valdatíð talibana þarf að þjálfa starfhæfan innlendan her og lögreglu, að mestu skipaðan ólæsum mönnum sem enga reynslu hafa af störfum í þágu öryggis og allsherjarreglu. Ekki óumbreytanlegt markmiðÞað gilti raunar einu við hvern við ræddum um áætlunina, svarið var alltaf það sama: Árið 2014 er markmið, en það er ekki endanlegt eða óumbreytanlegt. Að sama skapi eru allir sammála um að þótt alþjóðlegt herlið stefni að því að hætta beinum hernaði í landinu árið 2014, og sum ríki í síðasta lagi 2015, liggi ljóst fyrir að þess muni njóta þar við um langt skeið á eftir, að sjálfsögðu í miklu smærri stíl, og það muni sinna þar alls kyns þjálfun og „ráðgjöf“. Þetta segja menn með þeim fyrirvara að slík viðvera yrði að sjálfsögðu háð samþykki þarlendra yfirvalda. Þau muni hins vegar tæpast geta án aðstoðar verið. Þegar litið er til ástandsins í landinu þarf enginn að undrast þá ályktun. Á flestum vígstöðvum virðist nefnilega enn býsna langt í land. Vandamálin í raun aldrei meiriEkki er að sjá að uppreisnarhermönnum talibana hafi fækkað að nokkru ráði á undanförnum árum, enda hefur samstarf við pakistönsk stjórnvöld um að svæla þá úr fylgsnum sínum í fjallahéruðunum á mörkum landanna tveggja gengið brösulegar en vonir stóðu til. Spilling er enn meðal helstu meinsemda afganska samfélagsins og illa gengur að uppræta hana þrátt fyrir að sérsveit með það eitt að markmiði sé að störfum í landinu. Að sama skapi eykst valmúarækt frekar en hitt. Talið er að uppreisnarmenn fjármagni sig að stærstum hluta með ópíum- og heróínframleiðslu úr valmúanum og að spilling því tengd nái allt upp í efstu lög stjórnkerfisins. Og þótt ágætlega hafi tekist til við að koma sumum innviðum samfélagsins í bærilegt horf – til að mynda samgöngum – er staðreyndin engu að síður sú að ástandið hefur sjaldan eða aldrei verið metið jafnótryggt. Það á ekki síst við um höfuðborgina Kabúl og vandræðahéraðið Kandahar í suðurhluta landsins. Bróðir forsetans veginnÞótt Kandahar-hérað hafi verið meðal illvígustu svæða Afganistans um árabil er óhætt að segja að þar hafi allt farið í bál og brand um miðjan júlí – um tveimur vikum áður en við lentum í Kabúl. Formaður héraðsstjórnarinnar, Ahmed Wali Karzai, hafði brugðið sér á salernið á heimili sínu og þegar hann sneri þaðan aftur skaut lífvörður hans til margra ára hann tvívegis, fyrst í höfuðið og síðan í brjóstið. Karzai lést samstundis. Það þurfti ekki mikið hugmyndaflug til að túlka árásina á Ahmed Wali Karzai sem mikið áfall, bæði persónulegt og pólitískt, fyrir forsetann Hamid Karzai. Þeir voru bræður. Enn í dag er ekki vitað hver bar ábyrgð á árásinni eða af hvaða hvötum hún spratt. „Þetta gæti þess vegna verið klassískt morðmál – óháð uppreisn talibana – og tengst viðskiptum og valdabaráttu,“ segir Carsten Jacobsen, þýskur talsmaður alþjóðaherliðsins. Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Ahmed Wali Karzai væri viðriðinn umfangsmikil fíkniefnaviðskipti en því höfðu bæði hann og bróðir hans ætíð neitað. Spurður um pólitísk áhrif morðsins svaraði Jacobsen: „Þetta hefur auðvitað áhrif en það er ekki víst að þau verði slæm. Við skulum sjá til.“ Þríeykið í Kandahar – einn eftirFljótlega reið hins vegar annað áfall yfir í Kandahar. Við höfðum verið í Kabúl í eina viku þegar maður gekk inn á skrifstofur borgarstjóra Kandahar, höfuðborgar Kandahar-héraðs, og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Sprengjuna faldi hann í túrbani sínum. Borgarstjórinn, Ghulam Haider Hamidi, lést. Hann hafði verið náinn bandamaður Ahmeds Wali Karzai. Það var nóg um að vera á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar Tolo TV þegar við heimsóttum hana síðdegis þann sama dag. Þekktur afganskur spjallþáttastjórnandi fræddi okkur um það að Abdul Razaq, lögreglustjórinn í Kandahar sem las fjölmiðlum tilkynningu um tilræðið, hefði myndað eins konar pólitískt þríeyki í héraðinu ásamt Karzai og Hamidi. Nú væru þessir áhrifamiklu góðvinir hans báðir látnir og Razaq hlyti að vera á leiðinni í felur með hjartað í buxunum. Fregnir af andláti hans hafa ekki borist að Íslandsströndum, svo að hér verður gert ráð fyrir að hann lifi enn. Hrina mannskæðra árásaÁföllin hafa orðið fleiri á ekki lengri tíma. Í júní féllu ellefu í sjálfsmorðssprengjuárás á glæsihótelinu Intercontinental í Kabúl. Í ágústbyrjun skutu uppreisnarmenn niður Chinook-herþyrlu vestur af Kabúl með 38 bandaríska og afganska hermenn innanborðs. Þeir létust allir. Árásin er ein sú mannskæðasta frá upphafi stríðsins. Í vikunni sem leið gerðu uppreisnarmenn síðan þaulskipulagða árás á helstu stofnanir og sendiráðsbyggingar í Kabúl, skutu meðal annars eldflaugum að bandaríska sendiráðinu og áttu í miklum skotbardögum við lögreglu. Fáir féllu. Árið 2011 er þegar orðið það mannskæðasta frá upphafi stríðsins. Óhætt er að fullyrða að það sé á skjön við þær áætlanir sem lagt var upp með. Stríðið í Afganistan hefur kostað ótal mannslíf. Talið er að dauða 14.400 til 17.200 almennra borgara megi rekja beint til átakanna í landinu undanfarin tíu ár, og þar af allt upp undir tíu þúsund beint til aðgerða alþjóðaherliðsins – einkum Bandaríkjahers. Stríðinu er þó hvergi nærri lokið. Það mun standa í þrjú ár enn, hið minnsta, og vandséð er að á þeim knappa tíma takist að leysa úr þeim aragrúa samfélagslegra vandamála sem enn plaga þessa fjölmennu Mið-Asíuþjóð. Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar. Senn eru tíu ár síðan Bandaríkjamenn, í sárum eftir árásirnar á Tvíburaturnana, réðust inn í Afganistan í því skyni að hafa uppi á Osama Bin Laden og uppræta hryðjuverkasamtökin Al-Kaída. Síðan er Bin Laden fundinn og fallinn – í Pakistan reyndar, sem er önnur og lengri saga – en innrásin í Afganistan hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Til stendur að ljúka þar hernaði eftir þrjú ár þrátt fyrir að ástandið sé eldfimara en nokkru sinni fyrr. Obama breytir um kúrsBarack Obama fór aldrei leynt með það eftir forsetakjör sitt að hann hygðist leggja miklum mun meiri áherslu á stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan en verið hefði. Ekki leið á löngu þar til hann hafði tilkynnt um mikla fjölgun í herliðinu en það sem þótti einna helst til marks um aukið vægi verkefnisins í Hvíta húsinu var þegar Obama tók sig til og setti af Stanley McChrystal hershöfðingja, sem stýrt hafði alþjóðaherliðinu í Afganistan í heilt ár við misjafnar undirtektir. Arftaki hans var enginn aukvisi. David Petraeus hafði leitt stríð Bandaríkjamanna í Írak um árabil við góðan orðstír þeirra sem um véluðu, þótt almenningur hafi ekki verið eins hrifinn af árangrinum. Það fleytti honum síðan í starf sem æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í tvö ár. Það mátti því vera öllum ljóst að Obama var full alvara þegar hann sendi Petraeus til Kabúl. Nú hefur Petraeus hlotið enn eina vegtylluna fyrir afrek sín í stríðsrekstri – í miklum kapli í efstu lögum bandarískrar stjórnsýslu endaði hann sem höfuð bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nýr maður í brúnni – en þó varlaÞegar fimm evrópskir blaðamenn komu til Kabúl í júlílok í boði Bandaríkjastjórnar, til að kynna sér hvernig miðaði við uppbyggingu í landinu, var ekki nema vika liðin síðan nýi maðurinn í brúnni tók við af Petraeus. Ólíkt forvera sínum ber hann ekki eftirminnilegt latneskt eftirnafn sem gæti verið beint upp úr merkri fornsögu. Hann heitir John Allen. Eftir viðræður við marga misháttsetta liðsmenn heraflans og starfsmenn í utanríkisþjónustunni stendur það eitt eftir um téðan Allen að enginn væntir þess að honum muni fylgja nokkrar stórkostlegar stefnu- eða áherslubreytingar í ætt við þær sem Petraeus kynnti á sínum síma. Enda hafa þeir tveir verið nánir samstarfsmenn undanfarinn áratug á ýmsum vettvangi og deila skoðunum og vinnubrögðum nánast eins og einn maður væri. Heimamenn taka við taumunumHvað sem segja má um Allen er ljóst að hans bíður ærið verkefni. Obama hefur lýst því yfir að hernaði Bandaríkjamanna í landinu muni ljúka um mitt ár 2014, í samræmi við óskir ríkisstjórnar Hamids Karzai, forseta landsins. Gangi það eftir þýðir það í raun endalok stríðsrekstrar alþjóðaherliðsins í landinu, enda eru bandarískir hermenn sjötíu prósent alls erlends herliðs þar ytra. Þetta verður gert í þrepum; afgönsku herliði fengin stjórn yfir misstórum svæðum landsins, nokkrum í einu. Sú aðgerð – ein sú viðamesta sem menn hafa staðið frammi fyrir frá upphafi stríðsins – hófst í sumar þegar alþjóðlegt herlið dró sig frá öruggustu svæðum landsins og Afganar tóku þar við öllum taumum. Til þess að þau umskipti geti gengið eftir hefur þurft að ráðast í verkefni sem við fyrstu sýn virðist óyfirstíganlegt. Fyrir utan það að byggja upp innviði í samfélagi sem skorti þá nánast alla eftir valdatíð talibana þarf að þjálfa starfhæfan innlendan her og lögreglu, að mestu skipaðan ólæsum mönnum sem enga reynslu hafa af störfum í þágu öryggis og allsherjarreglu. Ekki óumbreytanlegt markmiðÞað gilti raunar einu við hvern við ræddum um áætlunina, svarið var alltaf það sama: Árið 2014 er markmið, en það er ekki endanlegt eða óumbreytanlegt. Að sama skapi eru allir sammála um að þótt alþjóðlegt herlið stefni að því að hætta beinum hernaði í landinu árið 2014, og sum ríki í síðasta lagi 2015, liggi ljóst fyrir að þess muni njóta þar við um langt skeið á eftir, að sjálfsögðu í miklu smærri stíl, og það muni sinna þar alls kyns þjálfun og „ráðgjöf“. Þetta segja menn með þeim fyrirvara að slík viðvera yrði að sjálfsögðu háð samþykki þarlendra yfirvalda. Þau muni hins vegar tæpast geta án aðstoðar verið. Þegar litið er til ástandsins í landinu þarf enginn að undrast þá ályktun. Á flestum vígstöðvum virðist nefnilega enn býsna langt í land. Vandamálin í raun aldrei meiriEkki er að sjá að uppreisnarhermönnum talibana hafi fækkað að nokkru ráði á undanförnum árum, enda hefur samstarf við pakistönsk stjórnvöld um að svæla þá úr fylgsnum sínum í fjallahéruðunum á mörkum landanna tveggja gengið brösulegar en vonir stóðu til. Spilling er enn meðal helstu meinsemda afganska samfélagsins og illa gengur að uppræta hana þrátt fyrir að sérsveit með það eitt að markmiði sé að störfum í landinu. Að sama skapi eykst valmúarækt frekar en hitt. Talið er að uppreisnarmenn fjármagni sig að stærstum hluta með ópíum- og heróínframleiðslu úr valmúanum og að spilling því tengd nái allt upp í efstu lög stjórnkerfisins. Og þótt ágætlega hafi tekist til við að koma sumum innviðum samfélagsins í bærilegt horf – til að mynda samgöngum – er staðreyndin engu að síður sú að ástandið hefur sjaldan eða aldrei verið metið jafnótryggt. Það á ekki síst við um höfuðborgina Kabúl og vandræðahéraðið Kandahar í suðurhluta landsins. Bróðir forsetans veginnÞótt Kandahar-hérað hafi verið meðal illvígustu svæða Afganistans um árabil er óhætt að segja að þar hafi allt farið í bál og brand um miðjan júlí – um tveimur vikum áður en við lentum í Kabúl. Formaður héraðsstjórnarinnar, Ahmed Wali Karzai, hafði brugðið sér á salernið á heimili sínu og þegar hann sneri þaðan aftur skaut lífvörður hans til margra ára hann tvívegis, fyrst í höfuðið og síðan í brjóstið. Karzai lést samstundis. Það þurfti ekki mikið hugmyndaflug til að túlka árásina á Ahmed Wali Karzai sem mikið áfall, bæði persónulegt og pólitískt, fyrir forsetann Hamid Karzai. Þeir voru bræður. Enn í dag er ekki vitað hver bar ábyrgð á árásinni eða af hvaða hvötum hún spratt. „Þetta gæti þess vegna verið klassískt morðmál – óháð uppreisn talibana – og tengst viðskiptum og valdabaráttu,“ segir Carsten Jacobsen, þýskur talsmaður alþjóðaherliðsins. Orðrómur hafði lengi verið á kreiki um að Ahmed Wali Karzai væri viðriðinn umfangsmikil fíkniefnaviðskipti en því höfðu bæði hann og bróðir hans ætíð neitað. Spurður um pólitísk áhrif morðsins svaraði Jacobsen: „Þetta hefur auðvitað áhrif en það er ekki víst að þau verði slæm. Við skulum sjá til.“ Þríeykið í Kandahar – einn eftirFljótlega reið hins vegar annað áfall yfir í Kandahar. Við höfðum verið í Kabúl í eina viku þegar maður gekk inn á skrifstofur borgarstjóra Kandahar, höfuðborgar Kandahar-héraðs, og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Sprengjuna faldi hann í túrbani sínum. Borgarstjórinn, Ghulam Haider Hamidi, lést. Hann hafði verið náinn bandamaður Ahmeds Wali Karzai. Það var nóg um að vera á fréttastofu sjónvarpsstöðvarinnar Tolo TV þegar við heimsóttum hana síðdegis þann sama dag. Þekktur afganskur spjallþáttastjórnandi fræddi okkur um það að Abdul Razaq, lögreglustjórinn í Kandahar sem las fjölmiðlum tilkynningu um tilræðið, hefði myndað eins konar pólitískt þríeyki í héraðinu ásamt Karzai og Hamidi. Nú væru þessir áhrifamiklu góðvinir hans báðir látnir og Razaq hlyti að vera á leiðinni í felur með hjartað í buxunum. Fregnir af andláti hans hafa ekki borist að Íslandsströndum, svo að hér verður gert ráð fyrir að hann lifi enn. Hrina mannskæðra árásaÁföllin hafa orðið fleiri á ekki lengri tíma. Í júní féllu ellefu í sjálfsmorðssprengjuárás á glæsihótelinu Intercontinental í Kabúl. Í ágústbyrjun skutu uppreisnarmenn niður Chinook-herþyrlu vestur af Kabúl með 38 bandaríska og afganska hermenn innanborðs. Þeir létust allir. Árásin er ein sú mannskæðasta frá upphafi stríðsins. Í vikunni sem leið gerðu uppreisnarmenn síðan þaulskipulagða árás á helstu stofnanir og sendiráðsbyggingar í Kabúl, skutu meðal annars eldflaugum að bandaríska sendiráðinu og áttu í miklum skotbardögum við lögreglu. Fáir féllu. Árið 2011 er þegar orðið það mannskæðasta frá upphafi stríðsins. Óhætt er að fullyrða að það sé á skjön við þær áætlanir sem lagt var upp með. Stríðið í Afganistan hefur kostað ótal mannslíf. Talið er að dauða 14.400 til 17.200 almennra borgara megi rekja beint til átakanna í landinu undanfarin tíu ár, og þar af allt upp undir tíu þúsund beint til aðgerða alþjóðaherliðsins – einkum Bandaríkjahers. Stríðinu er þó hvergi nærri lokið. Það mun standa í þrjú ár enn, hið minnsta, og vandséð er að á þeim knappa tíma takist að leysa úr þeim aragrúa samfélagslegra vandamála sem enn plaga þessa fjölmennu Mið-Asíuþjóð.
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira