Íslensk tunga

Fréttamynd

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

Lífið
Fréttamynd

Embla komin með nýjar raddir frá Micros­oft

Raddstýrða snjallforritið Embla fék nýjar raddir í dag. Embla er radd-snjallforrit frá máltæknifyrirtækinu Miðeind sem skilur og talar íslensku. Embla getur svarað hinum ýmsu spurningum, til dæmis um ferðir Strætó, reiknað stærðfræðidæmi, stafsett orð, umbreytt mælieiningum og gjaldmiðlum og ýmislegt fleira.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskan er okkar allra

Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar

Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu.

Innlent
Fréttamynd

Sögðu nemendum að láta „róna“ flæða yfir sig

Óheppileg tvíræðni í yfirskrift skiltis í Háskólanum í Reykjavík á dögunum vakti athygli netverja, þar sem nemendum var í nafni vellíðunarátaks innan skólans kurteislega leiðbeint að láta „róna flæða yfir sig.“

Lífið
Fréttamynd

Grettistak

Öld fílaminnisins er á enda runnin en upp risin öld hinna aðgengilegu gagnagrunna. Aldrei hefur verið léttara að skrifa góða íslensku með aðstoð netsins en þó virðist margir sem vinna við tungumálið stundum í vandræðum með það og þá skellur stundum á hvass bylur gagnrýnisradda, eins og t.d. þegar einn fjölmiðillinn dró orðið „grettistak“ úr pússi sínum og notaði ranglega.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­­lendingar hafi alltaf fyrir­­litið sinn rétta uppruna

Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum.

Innlent
Fréttamynd

Omega braut fjöl­miðla­lög

Fjölmiðlanefnd hefur sektað fjölmiðilinn Kristniboðskirkjan Omega um 350 þúsund krónur. Frá seinni hluta júlí til byrjun ágúst á þessu ári miðlaði fjölmiðillinn erlendur efni án íslensks texta eða tals. 

Innlent
Fréttamynd

Vífils­staðir: Press 1 for English

Vífilsstaðir, Öldrunardeild H Landspítala, eru fjölþjóðlegt samfélag starfsmanna sem veita 42-45 rosknum Íslendingum aðhlynningu, sinna þeim á allan hátt, allan sólarhringinn, þörfum líkama og sálar. Obbinn af þessum vistmönnum er fólk sem fæddist fyrir 17. júní 1944, þótt lýðveldisbörnum fjölgi óðum í röðum þessara skjólstæðinga því „enginn stöðvar tímans þunga nið“.

Skoðun
Fréttamynd

„Það væri náttúrulega bara stórslys“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska í ensku hag­kerfi

Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á stuttum tíma. Breytingarnar koma í kjölfar þess að okkur hefur tekist að byggja upp öfluga atvinnugrein sem þjónustar fjölda ferðamanna sem sækja Ísland heim.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Maður, manneskja, man eða menni?

Eiríkur Rögnvaldsson flytur þriðja fyrirlestur hádegisraðar RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri 2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlestur Eiríks nefnist „Maður, manneskja, man eða menni?“ og mun hann fjalla um merkingu orðsins maður í sögulegu samhengi og vandkvæði á að nota það í kyn­hlut­lausri merkingu.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­málið er lykillinn að full­veldinu

Stríð geisar í Evrópu og orkukreppa sem afleiðing þess. Víða um lönd hafa lýðskrumarar náð sterkri stöðu með því að höfða til fordóma hrædds fólks sem er ógnað. Þá getum við prísað okkur sæl sem búum á Íslandi þar sem engin pólitísk kreppa ríkir og ekki sömu blikur á lofti í orkumálum. Í bili virðist efnahagslegu og stjórnmálalegu sjálfstæði Íslands ekki ógnað.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að huga að ís­lensku í aug­lýsingum

Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum.

Neytendur
Fréttamynd

Til varnar tungunni

Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti lýðveldisins sagði gjarnan að íslensk tunga gerði okkur að þjóð. Ég gæti ekki verið meira sammála. En móðurmálið á undir högg að sækja. Íslenska er að sönnu örmál og við þurfum því að kosta kapps um að vernda hana og styrkja.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur byrjuð að á­varpa far­þega fyrst á ís­lensku

Flugliðar í áhöfn flugvéla Icelandair eru aftur farnir að ávarpa farþega fyrst á íslensku og að því loknu á ensku við flugtak og lendingu. Með þessu er horfið aftur til þess sem áður var, en fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt og farþegar fyrst ávarpaðir á ensku.

Innlent
Fréttamynd

Tví­tyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Í nútímasamfélagi gusast yfir okkur ný orð sem við eigum oft fullt í fangi með að meðtaka. Eintyngi, tvítyngi, fjöltyngi eru dæmi um slíkt. Hvað þýðir t.d. að vera tvítyngdur? Það þýðir að eiga foreldra/uppalendur sem eru með sitthvort móðurmálið t.d. dönsku og íslensku. En hvað þýðir þá að vera fjöltyngdur? Það hlýtur þá að þýða að einstaklingurinn elst upp við fleiri en tvö tungumál.

Skoðun
Fréttamynd

Hauk­fránn og Trippa-Jón

Ein af mínum bernskuminningum er þátturinn Spítalalíf sem gerðist í Kóreustríðinu og lýsti á gamansaman hátt vinnu lækna við erfiðar aðstæður. Helstu söguhetjurnar voru kallaðar Haukfránn, Trippa-Jón, Kossvör og Bruni læknir og hægt er að skoða gömul dagblöð þar sem blaðamenn skemmta sér vel yfir þessum íslensku nöfnum. Einstaka maður var brúnaþungur og fannst þau hallærisleg, benti á að þátturinn héti MASH og erlendu nöfnin væru allt önnur.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensku­kennsla á vinnu­tíma – er allra hagur

Umræðan um erlent vinnuafl og íslenskunám rís hátt um þessar mundir og er það vel, enda er um mikilvægt málefni að ræða sem hefði gjarnan mátt taka meira pláss íslensku samfélagi hingað til. Íslenskunám á vinnustað á vinnutíma er nokkuð sem ég get mælt með fullum fetum, eftir að hafa reynt slíkt fyrirkomulag í Hannesarholti.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska stoltið

Við tökum íslenskri tungu sem sjálfsögðum hlut. Hún er þarna og hefur alltaf verið þarna og við teljum mörg að hún verði alltaf til staðar. En tungumálið er lifandi fyrirbæri sem þroskast og þróast með tímanum. Því meira sem íslenska er notuð því meira lifandi er hún og þar af leiðandi hraustari.

Skoðun