Kóngafólk

Fréttamynd

Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin tjáir sig um viðtalið

Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 

Erlent
Fréttamynd

Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu

Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins.

Erlent
Fréttamynd

Krísu­fundir hjá konungs­fjöl­skyldunni vegna viðtalsins

Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie

Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie.

Erlent
Fréttamynd

Líðan Filippusar sögð betri

Líðan Filippusar prins, hertoga af Edinborg, er sögð á uppleið. Ku hann vera að bregðast vel við meðferð vegna sýkingar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundunúm í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Harry og Meghan eiga von á öðru barni

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, eiga von á sínu öðru barni. Þetta staðfestir talsmaður hjónanna sem segir að sonur þeirra Archie sé nú að verða stóri bróðir.

Lífið
Fréttamynd

Meg­han Mark­le hafði betur gegn the Mail

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, hafði betur gegn slúðurblaðinu the Mail í hæstarétti á sunnudag en hún höfðaði mál gegn blaðinu eftir að það birti handskrifað bréf sem hertogaynjan sendi föður sínum, sem hún lengi vel var ekki í sambandi við.

Lífið
Fréttamynd

Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna

Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi.

Erlent
Fréttamynd

Búið að bólusetja Elísabetu og Filippus

Elísabet II Bretadrottning og Filippus prins, hertogi af Edinborg voru í dag bólusett við Covid-19. Bættast hjónin þar með í hóp um 1,5 milljón Breta sem hafa allavega fengið fyrri skammtinn af bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

„Þið eruð ekki ein“

Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“

Erlent
Fréttamynd

Drottningin bregður út af vananum í ár

Jóladagur verður með öðruvísi móti í ár hjá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem mun eyða honum í Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum Filippusi. Yfirleitt hafa hjónin haldið upp á jóladag í Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni.

Lífið