Landbúnaður

Fréttamynd

Deila magnaðist þegar spenni­stöðin hvarf

Landeiganda í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu brá heldur í brún þegar heil spennistöð hvarf skyndilega af landi hennar fyrr í mánuðinum. Málið tengist langvarandi deilum um jörðina Stekkjarlæk en hún sakar nágranna sína á bænum Bergsstöðum um að eiga hlut að máli. Hún segist langþreytt á stöðunni og íhuga að krefjast nálgunarbanns.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum

Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Bjargaði kúm úr logandi hlöðu

Lögreglumaður í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum bjargaði á dögunum þremur kúm úr logandi hlöðu. Næturvakt hans var að ljúka þegar hann kom auga á reyk sem kom úr hlöðu á bóndabæ. Hann mætti á vettvang og fór í hlöðuna þar sem hann fann kýrnar fastar.

Erlent
Fréttamynd

Gas­klefar á Ís­landi

Í mánuðinum birtist grein í Bændablaðinu um kvalafullan dauða svína í erlendum sláturhúsum. Umfjöllunin kemur í kjölfar birtingu myndbanda úr sláturhúsum sem sýna hóp svína engjast um í gasklefum. En það er ekki bara í útlöndum þar sem menn fara illa með dýr.

Skoðun
Fréttamynd

Helmingur kúabúa landsins eru með róbót

Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega

Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín bregst við gagn­rýni: „Þessi leiðu mis­tök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Horfa þurfti á stöðu íslenskra kjúklingabænda

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segist skilja vel þá miklum umræðu, sem hefur átt sér stað á Alþingi síðustu daga og víða í þjóðfélaginu um kjúklingabringurnar frá Úkraínu. Hún segir að það hafi þurft að horfa á stöðu kjúklingabænda hér á landi gagnvart innflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Kaup­fé­lag Skag­firðinga eigi ekki að flytja inn kjöt

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis

Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum.

Innlent
Fréttamynd

Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi

Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Með 40 þúsund kjúklinga í ræktun í Flóanum

„Það er bara að sofa, drekka, borða og leika sér“, segir kjúklingabóndi í Flóahreppi, sem lýsir áhyggjulausi lífi kjúklinga á bænum, sem fá bara að lifa í fimm vikur. Velferð fuglanna er alltaf númer eitt, tvö og þrjú á búinu á þessum stutta líftíma þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti bóndinn í dalnum?

Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

MAST sviptir bændur leyfi til dýrahalds

Starfsmenn Matvælastofnunar hafa lagt fram beiðni til lögreglu um að ábúendur á bóndabæ á Vesturlandi verði meinað að hafa dýr í þeirra umsjá. Beiðnin byggir á lögum um velferð dýra en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að eftirlit á bænum hafi leitt í ljós óviðunandi ástand þar.

Innlent
Fréttamynd

Vill strangara eftir­lit með úkraínsku kjöti vegna sýkla­lyfja­ó­næmra baktería

Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Meint dýra­níð látið við­gangast í ára­raðir

Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár.

Innlent