Landspítalinn

Fréttamynd

PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra

Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu

Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipu­laginu aftur í lag

Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar.  

Innlent
Fréttamynd

Við­bragð­­steymi myndað vegna stöðu bráða­þjónustu

Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala

Innlent
Fréttamynd

Um 150 til 200 nú að greinast með Co­vid-19 dag­lega

Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Víg­völlurinn

Heilbrigðissérfræðingar Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eða Vígvallarins eins og ég kalla staðinn, hafa hrópað og kallað á hjálp núna í lengri tíma. Þar sem enginn hefur hlustað á þá, eru margir þeirra að gefast upp á því neyðarástandi sem þar hefur ríkt.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“

Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 

Innlent
Fréttamynd

Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu

Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi sam­visku­bit og eftir­sjá“

Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma.

Innlent
Fréttamynd

Árangurs­rík heil­brigðis­stefna?

Uppsagnir eru hafnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna langvarandi álags. Ítrekað hefur verið bent á að einmitt þetta gæti gerst. Viðbrögð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem er á sínu fimmta starfsári, eru engin og hafa engin verið til að stöðva þessa óheillaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Staðan mjög þung þetta vorið

Staðan á heilbrigðiskerfinu er mjög þung þetta vorið að mati yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta birtist meðal annars í því að í dag var biðlað til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku á þessari stundu.

Innlent