Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. júní 2022 13:01 Már Kristjánsson segir ljóst að miklar áskoranir séu fram undan. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. Mikið álag er nú á bráðamóttökunni og öðrum deildum spítalans sem bitnar bæði á sjúklingum og starfsmönnum. Hjúkrunarfræðingar lýsa nagandi samviskubiti eftir hverja vakt og í gær sögðu fjórir upp störfum á bráðamóttökunni vegna álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, segir það sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og kvíðir því að fleiri fái nóg. „Ég er fullur kvíða yfir því, vegna þess að það er þannig með svona stofnun eins og spítala, hann er ekki neitt nema starfsfólkið þannig ef við höfum ekkert starfsfólk er enginn spítali,“ segir Már og bætir við að færri starfsmenn geti þá sinnt verkefninu sem leiði til verri þjónustu. Sumarið hefur í gegnum tíðina einnig verið sérstaklega erfiður tími í heilbrigðisþjónustu og er það staðan í ár. Margir vanir starfsmenn taka út frí, óreyndir nemar koma til starfa, og ferðamenn streyma í auknum mæli til landsins. „Þegar þetta er allt vegið saman þá er það fyrirsjáanlegt að vera bæði með mannaflaskort hjá okkur, óvant fólk og síðan mikið af verkefnum. Þannig þetta verður mikil áskorun held ég,“ segir Már. Bindur vonir við væntanlegar aðgerðir Í grunninn sé vandamálið sem spítalinn stendur nú frammi fyrir fjölþætt, til að mynda hafi heimaþjónusta ekki verið efld nægilega mikið auk þess sem skortur er á hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum. Að sögn Más eru stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld að grípa til allra tiltækra ráða til að bregðast við stöðunni. Heilbrigðisráðherra segir von á fleiri hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum og síðar í vikunni verða tilkynntar breytingar á fyrirkomulagi tilvísana til bráðamóttökunnar og fleiri aðgerðir til að reyna að leysa úr flæðisvandanum. „Ef að þetta gengur allt saman eftir þá bind ég vonir við að þetta muni bæta flæði sjúklinga í gegnum okkar þjónustu,“ segir Már „Þetta er verkefnið okkar að halda hérna uppi heilbrigðisþjónustu og þess vegna skiptir það svo miklu máli að við missum ekki fólk.“ Allt hangi þetta saman og bindur Már vonir við að aðgerðirnar leiði til þess að starfsmenn geti sinnt starfi sínu sem best á ný. „Til þess að fólk öðlist gleðina og starfsgleðina á ný þá er það best gert með því að skapa fólki eðlileg viðfangsefni á eðlilegum stað í þjónustukeðjunni,“ segir Már. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Mikið álag er nú á bráðamóttökunni og öðrum deildum spítalans sem bitnar bæði á sjúklingum og starfsmönnum. Hjúkrunarfræðingar lýsa nagandi samviskubiti eftir hverja vakt og í gær sögðu fjórir upp störfum á bráðamóttökunni vegna álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, segir það sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og kvíðir því að fleiri fái nóg. „Ég er fullur kvíða yfir því, vegna þess að það er þannig með svona stofnun eins og spítala, hann er ekki neitt nema starfsfólkið þannig ef við höfum ekkert starfsfólk er enginn spítali,“ segir Már og bætir við að færri starfsmenn geti þá sinnt verkefninu sem leiði til verri þjónustu. Sumarið hefur í gegnum tíðina einnig verið sérstaklega erfiður tími í heilbrigðisþjónustu og er það staðan í ár. Margir vanir starfsmenn taka út frí, óreyndir nemar koma til starfa, og ferðamenn streyma í auknum mæli til landsins. „Þegar þetta er allt vegið saman þá er það fyrirsjáanlegt að vera bæði með mannaflaskort hjá okkur, óvant fólk og síðan mikið af verkefnum. Þannig þetta verður mikil áskorun held ég,“ segir Már. Bindur vonir við væntanlegar aðgerðir Í grunninn sé vandamálið sem spítalinn stendur nú frammi fyrir fjölþætt, til að mynda hafi heimaþjónusta ekki verið efld nægilega mikið auk þess sem skortur er á hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum. Að sögn Más eru stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld að grípa til allra tiltækra ráða til að bregðast við stöðunni. Heilbrigðisráðherra segir von á fleiri hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum og síðar í vikunni verða tilkynntar breytingar á fyrirkomulagi tilvísana til bráðamóttökunnar og fleiri aðgerðir til að reyna að leysa úr flæðisvandanum. „Ef að þetta gengur allt saman eftir þá bind ég vonir við að þetta muni bæta flæði sjúklinga í gegnum okkar þjónustu,“ segir Már „Þetta er verkefnið okkar að halda hérna uppi heilbrigðisþjónustu og þess vegna skiptir það svo miklu máli að við missum ekki fólk.“ Allt hangi þetta saman og bindur Már vonir við að aðgerðirnar leiði til þess að starfsmenn geti sinnt starfi sínu sem best á ný. „Til þess að fólk öðlist gleðina og starfsgleðina á ný þá er það best gert með því að skapa fólki eðlileg viðfangsefni á eðlilegum stað í þjónustukeðjunni,“ segir Már.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira