Evrópusambandið

Fréttamynd

Neyðarfundur í Brussel vegna Brexit

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á neyðarfundi í Brussel ásamt Theresu May forsætisráðherra Breta, til að ræða stöðuna í Brexit.

Erlent
Fréttamynd

Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann

Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma.

Innlent
Fréttamynd

Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings

Þingmenn Íhaldsflokksins eru margir hverjir æfir vegna gjörða formanns flokksins, forsætisráðherra Bretlands, Theresu May. Auk þess að hafa ráðfært sig við "óvininn“ mun May ekki hafa gert nóg til að tryggja að Bretar taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings í Maí. Verði af þeim kosningum í landinu, segja Nigelarnir tveir að illa fari fyrir May.

Erlent
Fréttamynd

Efla eftirlit með útlendingum

Heimilt verður að leita að og bera kennsl á útlendinga sem hingað koma á grundvelli fingrafaraleitar í VIS-upplýsingakerfinu samkvæmt nýju reglugerðarákvæði sem dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar á samráðsvef stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Útganga Breta úr ESB er í hættu

Þau tvö ár sem Bretar höfðu til þess að ganga frá útgöngumálinu dugðu ekki. Hefðu átt að ganga út úr ESB í gær en nú er raunhæfur möguleiki að útgöngunni verði frestað ótímabundið eða að við hana verði hætt.

Erlent