Börn og uppeldi

Fréttamynd

Staða barnafólks á Ís­landi

Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Orðið vör við hnífaburð í grunn­skólum Reykja­víkur

Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar eiga að vera leiðin­legir

Foreldrar eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja. Þetta segir Ársæll Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur þessa dagana námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir feður ólíklegri til þess að segja nei og segir algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Vilja koma í veg fyrir að börnin taki lögin í eigin hendur

Elísabet Ósk Maríusdóttir hefur verið lögreglumaður í fjögur ár og þar af þrjú sinnt svokallaðri samfélagslöggæslu. Hún sinnir því meðfram almennum löggæslustörfum einn dag í viku. Samfélagslögreglan vinnur markvisst að því að stytta boðleiðir og efla traust í nærsamfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Börn með skóla­töskur

Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo:

Skoðun
Fréttamynd

Ung­menni með hníf í skólanum

Tilkynnt var um ungmenni með hníf í skólanum á lögreglustöð 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Málið var afgreitt með foreldrum, barnavernd og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þungar á­hyggjur af vopna­burði ung­menna

Yfirlögregluþjónar um allt land lýsa yfir áhyggjum af auknum vopnaburði ungmenna og ofbeldishegðun. Þeir segja mikla vinnu fyrir höndum og ekki síst hjá foreldrum til að snúa við þróuninni. Drengur á sextánda ári situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og dreng á sama reki. Sautján ára stúlka er í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­leg ofbeldisbrot ung­menna hafa fjór­faldast á tíu árum

Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 

Innlent
Fréttamynd

Kæra sam­fé­lag

Í meira en 20 ár erum við búin að vera að segja ykkur að ef við ætlum að veita börnum gæðamenntun í leikskólum þurfum við að fjölga kennurum. Reglulega allt árið um kring segjum við ykkur að biðlistar í leikskóla munu ekki hverfa nema við fjölgum kennurum. 

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnin sér­stök

Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hart deilt um þúsund ára ís­­lenskt leik­­fang

Fornleifagröftur á landnámsbænum Firði í Seyðisfirði hefur gengið eins og í sögu þetta sumarið en þetta er fimmta og síðasta sumarið sem uppgröftur við bæinn fer fram. Fornleifafræðingur segir í samtali við Vísi að 700 til 800 gripir hafi fundist á svæðinu sem eru allir frá árinu 940 til ársins 1100.

Innlent
Fréttamynd

For­varnir gegn of­beldi: Samfélagsátak í upp­hafi skóla­árs

Haustið hefur alltaf verið uppáhalds tími ársins hjá mér. Það er eitthvað við það þegar nýtt skólaárs hefst og loftið fyllist af spennu og tilhlökkun fyrir nýju upphafi, nýjum vinum og nýjum tækifærum. Haustið er hinsvegar líka mikilvægur tími til að einbeita sér að því sem er kannski minna sýnilegt en alveg jafn mikilvægt: forvörnum gegn ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

„Þjóðar­morðið í Palestínu hefur sam­einað þær“

Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu.

Lífið
Fréttamynd

Leiðin til að elska mig

Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu þurft að loka Fjöl­skyldu­landi

Eigendur Fjölskyldulands gætu þurft að loka náist ekki að snúa erfiðum rekstri við. Eigandinn segir þjónustuna afar mikilvæga, ekki síst fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að ná að aðlagast íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Frum­kvöðlar fram­tíðarinnar: Að breyta brestum og nýta nei­kvætt til ný­sköpunar

Í íslenskri stjórnarskrá er ákvæði semsérstaklega fjallar um börn. Þannig segir í ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar að börnum skuli í lögum tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina ákvæðið í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sem verndar einnsamfélagshóp umfram annan og er eina ákvæðið sem veitir efnislegan grundvöll til að takmarka mannréttindi annarra í þágu barna.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki boð­legt að börn séu í „gettó-umhverfi“

Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndi­lega að anda

Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Átta ára bar­átta endaði með krafta­verki

„Það er svo stór og sjálfsagður partur af lífinu að eignast börn. Ég held að fæstir hugsi eitthvað sérstaklega út í að eiga kannski ekki möguleika á því, ekki fyrr en virkilega á reynir,“ segir Helga Jóhanna Oddsdóttir. Árið 2004 fékk hún langþráða ósk uppfyllta þegar tvíburasynir hennar Oddur Fannar og Tómas Ingi komu í heiminn - eftir átta ára langt frjósemisferli.

Lífið
Fréttamynd

Í eðli okkar að fylgjast með náunganum

Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 

Innlent
Fréttamynd

Það sem er ekki sagt um geðheilsumál barna

Það hefur mikið verið rætt um aukinn geðrænan vanda barna síðustu daga. Í kjölfar fréttaumræðu um aukinn vanda þá er ágætt að minnast á ýmislegt sem vantar í umræðuna og menn virðast forðast að ræða.

Skoðun