Ofbeldi gegn börnum

Fréttamynd

Nýjar lausnir gegn of­beldi

Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt.

Skoðun
Fréttamynd

Riddarar kær­leikans

Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd.

Skoðun
Fréttamynd

Brynjar á­kærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum

Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum ekki treyst Hag­kaup í Skeifunni fyrir ung­lingunum“

Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108  kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf.

Innlent
Fréttamynd

Ég vil ekki þennan veru­leika

Enn eitt barnið hefur verið myrt. Lítil 10 ára stúlka úr hverfinu mínu. Ég fékk illt í hjartað þegar ég sá frétt um að barn hafi verið myrt af foreldri sínu. Það sem var mér efst í huga var að biðja til guðs að þessi litla stúlka hafi ekki upplifað angist og sársauka á síðustu augnablikum lífs síns. Það næsta var það sama og ég hef hugsað í hin tvö skiptin á undan þegar barn hefur verið myrt á árinu - að enginn sem ég þekki tengist þessu barni persónulega. Hversu hryllilegt áfall að missa barn í lífi sínu á svona skyndilegan og ofbeldisfullan hátt. Ég óska engum svoleiðis sársauka og sálarkvalir.

Skoðun
Fréttamynd

Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla

Sjö ára strákur varð fyrir aðkasti konu á leið sinni í frístund úr Smáraskóla í gær. Myndbandsupptökur staðfesta frásögn piltsins. Foreldrar stráksins finna að því að málið hafi ekki verið tilkynnt strax til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hver er okkar á­byrgð á of­beldi meðal barna

Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér.Á síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Finnum sér­stak­lega til þegar börn eigi í hlut

Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 

Innlent
Fréttamynd

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi

Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing.

Erlent
Fréttamynd

Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum of­beldis­manni

Móðir drengs í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segir sárt að vita til þess að sonur hennar eigi enga vini í upphafi skólaárs, þar sem hann hefði nánast verið tekinn úr umferð í 1. bekk. Drengurinn mætti með hníf í skólann í vor, en móðir hans segir ekki alla söguna sagða. Skólastjórinn segir sárt að vita af vanlíðan nemanda og stefnt sé að því að finna farsællega lausn sem henti öllum. 

Innlent
Fréttamynd

Sendir dótturina ekki í skólann vegna of­beldis

Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann.  

Innlent
Fréttamynd

Lítið mál að fjölga löggum

Lögregla undirbýr meiri viðveru í miðborginni til þess að sporna við auknu ofbeldi og hnífaburði meðal ungmenna. Viðbragð lögreglu er hluti af aðgerðum stjórnvalda sem eiga að taka á ofbeldishrinu. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er á­kall frá ung­mennunum sjálfum“

Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega átta­tíu börn með stöðu sak­bornings í ofbeldismálum

Sakborningar sem eru börn í ofbeldisbrotamálum eru 79 talsins fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Átta börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamálum. Þá hafa fjörutíu börn stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum en 63 í ofbeldisbrotamálum.

Innlent
Fréttamynd

Börnin bíða, bíða og bíða

Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum.

Innlent
Fréttamynd

Þær 25 að­gerðir sem fjár­magna á vegna of­beldis barna

Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn hafin en efa­semdir uppi um sekt Letby

Rannsókn er hafin á því hvernig hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby tókst að myrða sjö börn á tveggja ára tímabili án þess að það kæmist upp. Rannsóknin hefur verið gagnrýnd fyrirfram í kjölfar efasemda um sekt Letby.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta má aldrei gerast aftur“

Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás.

Innlent
Fréttamynd

Kennir börnum að verjast stungu­á­rás án leyfis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi.

Innlent