Björgunarsveitir

Fréttamynd

Loka gos­stöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að mann­eskju á gos­stöðvunum

Leitað var að karlmanni á gossvæðinu á Reykjanesskaga. Björgunarsveitarfólk hefur verið kallað út úr mörgum sveitum sökum þess hve fáliðaðar þær eru á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Tík bjargað úr klettum

Síðdegis í gær voru tíkin Mýsla og eigandi hennar á ferð um Einstakafjall þar sem eigandi Mýslu var að taka ljósmyndir. Á meðan hann tók myndir hljóp Mýsla frá honum og hvarf niður fyrir klettabrún.

Innlent
Fréttamynd

Farþegaskip strandaði á Hornströndum

Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað.  

Innlent
Fréttamynd

Ólga innan björgunar­sveita vegna tíu milljóna Grinda­víkur­styrks

Björgunarsveitin Þorbjörn hlaut í gær tíu milljóna króna styrk frá ríkinu til brunavarna á gossvæðinu á Reykjanesi. Nokkur óánægja ríkir meðal björgunarsveitarfólks vegna styrkveitingarinnar, þar sem fjölmargar sveitir komi að verkefninu og því eigi styrkurinn að renna jafnt til sveita eftir aðkomu.

Innlent
Fréttamynd

Hálft Reykjanesið geti farið undir eld

Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Krakka­skítur“ og „hel­vítis fá­viti“ hreytt í björgunar­sveitar­fólk

Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel.

Innlent
Fréttamynd

„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“

Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Hrasaði við Háafoss

Björgunarsveitir voru boðaðar út síðdegis í dag vegna ferðamanns sem talið var að hefði hrasað og sennilega ökklabrotnað við Háafoss.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk

Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk.

Innlent
Fréttamynd

Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi

Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin fundin

Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu.

Innlent
Fréttamynd

Rúta festist í miðri á

Rúta með um það bil tuttugu ferðamönnum festist í vaði ár á hálendinu í kvöld. Svo virðist vera sem rútan hafi bilað í miðri ánni. Hvorki tókst koma rútunni í gang né að losa hana úr ánni.

Innlent
Fréttamynd

Tvær konur féllu af hest­baki á há­lendinu

Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum fékk tvær beiðnir um aðstoð þar sem kona hafði fallið af hestbaki. Önnur konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Slösuð kona sótt á skjálfta­svæðið og margir á vappi

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk útkall klukkan 12:45 vegna konu sem hafði slasað sig á skjálftasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls. Aðgerðum lauk um klukkan tvö en mikil umferð ferðamanna er á svæðinu. Fólk er beðið að fara varlega á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn á svæðinu mesta á­hyggju­efnið

„Við ýtum bara á takka sem heitir copy/paste,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í samtali við Vísi um viðbrögð sveitarinnar við jarðhræringum á Reykjanesskaga. Fjöldi ferðamanna hefur verið á svæðinu frá síðasta eldgosi, sem Bogi segir mesta áhyggjuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta há­lendi­svaktin farin af stað

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða í björgunarsveitum landsins upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Fyrsta hálendisvaktin bjó sig undir brottför í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri

Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið.

Innlent