Ísrael Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. Erlent 14.4.2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Erlent 14.4.2024 01:00 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. Erlent 13.4.2024 20:52 Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Erlent 13.4.2024 15:59 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Erlent 13.4.2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Erlent 12.4.2024 21:52 Bandaríkjastjórn setur ferðahömlur á sendifulltrúa í Ísrael Bandaríkjastjórn hefur sett ferðahömlur á bandaríska emættismenn í Ísrael en áhyggjur eru uppi um að Íranir geri árás á landið innan tíðar. Erlent 12.4.2024 06:54 Morgunblaðið neitar að birta grein Meðfylgjandi grein, Lágkúra illskunar?, var send Morgunblaðinu þ. 22. mars s.l. Greinin hefur ekki enn verið birt á síðum blaðsins og litlar líkur á því að svo verði. Greinin er svar við rangfærslum ritstjóra og blaðamanns Morgunblaðsins og á því fullt erindi til lesenda blaðsins. Skoðun 11.4.2024 21:00 Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Erlent 10.4.2024 10:10 Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Erlent 10.4.2024 06:50 Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Lífið 9.4.2024 15:34 Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Erlent 9.4.2024 15:08 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00 Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. Erlent 9.4.2024 06:55 Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Lífið 8.4.2024 21:22 Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Erlent 8.4.2024 11:54 Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Erlent 8.4.2024 09:09 Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Erlent 7.4.2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Erlent 5.4.2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Erlent 5.4.2024 06:32 Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Erlent 4.4.2024 21:35 Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Innlent 4.4.2024 16:01 Fyrrverandi dómarar saka Breta um brot á alþjóðalögum Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn. Erlent 4.4.2024 08:33 Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3.4.2024 22:33 Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Erlent 3.4.2024 14:35 Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Erlent 2.4.2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. Erlent 2.4.2024 13:01 Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Erlent 2.4.2024 06:18 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. Erlent 1.4.2024 15:45 Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Erlent 31.3.2024 19:01 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 44 ›
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. Erlent 14.4.2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Erlent 14.4.2024 01:00
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. Erlent 13.4.2024 20:52
Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn fundu í dag lík fjórtán ára fjárhirðis sem sagður er hafa verið myrtur en hvarf hans leiddi til mannskæðra árása landtökufólks á Palestínumenn á Vesturbakkanum. Erlent 13.4.2024 15:59
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. Erlent 13.4.2024 14:44
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. Erlent 12.4.2024 21:52
Bandaríkjastjórn setur ferðahömlur á sendifulltrúa í Ísrael Bandaríkjastjórn hefur sett ferðahömlur á bandaríska emættismenn í Ísrael en áhyggjur eru uppi um að Íranir geri árás á landið innan tíðar. Erlent 12.4.2024 06:54
Morgunblaðið neitar að birta grein Meðfylgjandi grein, Lágkúra illskunar?, var send Morgunblaðinu þ. 22. mars s.l. Greinin hefur ekki enn verið birt á síðum blaðsins og litlar líkur á því að svo verði. Greinin er svar við rangfærslum ritstjóra og blaðamanns Morgunblaðsins og á því fullt erindi til lesenda blaðsins. Skoðun 11.4.2024 21:00
Æðsti klerkurinn heitir Ísraelum enn hefndum Ísraelum verður refsað fyrir loftárás sem felldi sjö íranska hermenn á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði, að sögn æðsta klerks og leiðtoga Írans. Utanríkisráðherra Ísraels hótar árásum á Íran á móti. Erlent 10.4.2024 10:10
Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Erlent 10.4.2024 06:50
Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Lífið 9.4.2024 15:34
Fara yfir vopnahléstillögu „ósveigjanlegra“ Ísraela Hamas-samtökin, sem ráða ríkjum á Gasa segjast nú fara yfir vopnahléstillögu sem Ísraelar lögðu fram þrátt fyrir að hún uppfylli ekki skilyrði samtakanna. Þau saka Ísraela um ósveigjanleika í viðræðum. Erlent 9.4.2024 15:08
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. Erlent 9.4.2024 08:00
Egyptar, Jórdanir og Frakkar vara við áhlaupi á Rafah Leiðtogar Egyptalands, Jórdaníu og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem Ísraelar eru eindregið varaðir við því að ráðast inn í Rafah á Gasa. Slík árás myndi hafa hættulegar afleiðingar. Erlent 9.4.2024 06:55
Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Lífið 8.4.2024 21:22
Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Erlent 8.4.2024 11:54
Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi á Gasa, meðal annars aðgerðir í Rafah. Greint var frá því um helgina að 98. herdeild Ísraelshers hefði yfirgefið Khan Younis til að ná aftur vopnum sínum. Erlent 8.4.2024 09:09
Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. Erlent 7.4.2024 11:27
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Erlent 5.4.2024 11:21
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. Erlent 5.4.2024 06:32
Biden krefst tafarlauss vopnahlés Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Erlent 4.4.2024 21:35
Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Innlent 4.4.2024 16:01
Fyrrverandi dómarar saka Breta um brot á alþjóðalögum Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn. Erlent 4.4.2024 08:33
Fer fögrum orðum um júrólag Ísraels Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari fer fögrum orðum um framlag Ísraels í Eurovision, Hurricane, í viðtali við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix á kynningarviðburði keppninnar í Madríd á laugardaginn. Lífið 3.4.2024 22:33
Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Erlent 3.4.2024 14:35
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Erlent 2.4.2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. Erlent 2.4.2024 13:01
Ísraelsmenn sagðir hafa drepið sjö starfsmenn hjálparasamtaka Hjálparsamtökin World Central Kitchen segja sjö starfsmenn samtakanna hafa látist í árás Ísraelsmanna á Gasa. Fólkið er sagt hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Erlent 2.4.2024 06:18
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. Erlent 1.4.2024 15:45
Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Erlent 31.3.2024 19:01