Kjaramál Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Innlent 27.4.2023 12:02 Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Innlent 27.4.2023 08:11 Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. Innlent 26.4.2023 15:52 Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Innlent 26.4.2023 12:10 Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. Innlent 26.4.2023 10:31 Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Skoðun 26.4.2023 10:39 Náttúrufræðingar hafa skrifað undir kjarasamning við borgina Félag íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, skrifaði í gær undir tólf mánaða kjarasamning við Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðsla meðal náttúrufræðinga um samninginn hófst á hádegi í dag og lýkur klukkan tíu í fyrramálið. Innlent 25.4.2023 13:00 Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. Innlent 24.4.2023 20:40 Yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum. Innlent 24.4.2023 18:06 Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning með 0,1 prósents mun Óhætt er að segja að hvert einasta atkvæði hafi skipt máli þegar hjúkrunarfræðingar samþykktu nýlegan kjarasamning. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 24.4.2023 13:43 Framhaldsskólakennarar samþykkja kjarasamning Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn sem um ræðir er til eins árs. Innlent 21.4.2023 15:54 Að eiga í faðmlagi við möru Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Skoðun 19.4.2023 19:00 Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Skoðun 19.4.2023 14:31 Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning við ríkið Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Innlent 17.4.2023 11:06 Ríkið samdi við hjúkrunarfræðinga Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið. Innlent 12.4.2023 21:55 „Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00 Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Innlent 11.4.2023 11:15 Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Innlent 10.4.2023 16:57 Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Innlent 5.4.2023 11:31 Samningar náðust milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í nótt Samninganefnd Eflingar og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning seint í nótt. Samningurinn kveður meðal annars á um grunnlaunahækkanir upp á tæp níu prósent. Efling telur samninginn ásættanlegan. Innlent 1.4.2023 07:11 Hlutabréfaverð rýkur upp eftir ráðninguna Hlutabréfaverð í Regin hefur hækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Greint var frá því í gærkvöldi að Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, tæki við sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 31.3.2023 13:30 Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 30.3.2023 18:45 BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Innlent 30.3.2023 16:32 Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Innlent 30.3.2023 12:53 Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl! Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Skoðun 27.3.2023 10:31 Látum þau bara borga brúsann Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Skoðun 24.3.2023 10:30 Jæja, er þetta ekki bara orðið gott? Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Skoðun 23.3.2023 12:33 Vottun verði valkvæð Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Skoðun 23.3.2023 11:30 Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23.3.2023 11:29 Mikill meirihluti telur kjör öryrkja vera slæm Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau. Innlent 23.3.2023 09:46 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 154 ›
Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Innlent 27.4.2023 12:02
Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Innlent 27.4.2023 08:11
Vísa fullyrðingum BSRB um misrétti á bug Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug. Innlent 26.4.2023 15:52
Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Innlent 26.4.2023 12:10
Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. Innlent 26.4.2023 10:31
Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Skoðun 26.4.2023 10:39
Náttúrufræðingar hafa skrifað undir kjarasamning við borgina Félag íslenskra náttúrufræðinga, FÍN, skrifaði í gær undir tólf mánaða kjarasamning við Reykjavíkurborg. Atkvæðagreiðsla meðal náttúrufræðinga um samninginn hófst á hádegi í dag og lýkur klukkan tíu í fyrramálið. Innlent 25.4.2023 13:00
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. Innlent 24.4.2023 20:40
Yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum. Innlent 24.4.2023 18:06
Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning með 0,1 prósents mun Óhætt er að segja að hvert einasta atkvæði hafi skipt máli þegar hjúkrunarfræðingar samþykktu nýlegan kjarasamning. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Innlent 24.4.2023 13:43
Framhaldsskólakennarar samþykkja kjarasamning Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn sem um ræðir er til eins árs. Innlent 21.4.2023 15:54
Að eiga í faðmlagi við möru Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Skoðun 19.4.2023 19:00
Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Skoðun 19.4.2023 14:31
Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning við ríkið Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu nú í morgun undir nýjan kjarasamning við ríkið í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Innlent 17.4.2023 11:06
Ríkið samdi við hjúkrunarfræðinga Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið. Innlent 12.4.2023 21:55
„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00
Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Innlent 11.4.2023 11:15
Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Innlent 10.4.2023 16:57
Vill ekki vera forseti eftir krefjandi mánuði Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Innlent 5.4.2023 11:31
Samningar náðust milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í nótt Samninganefnd Eflingar og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning seint í nótt. Samningurinn kveður meðal annars á um grunnlaunahækkanir upp á tæp níu prósent. Efling telur samninginn ásættanlegan. Innlent 1.4.2023 07:11
Hlutabréfaverð rýkur upp eftir ráðninguna Hlutabréfaverð í Regin hefur hækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Greint var frá því í gærkvöldi að Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, tæki við sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 31.3.2023 13:30
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 30.3.2023 18:45
BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Innlent 30.3.2023 16:32
Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023. Innlent 30.3.2023 12:53
Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl! Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið. Skoðun 27.3.2023 10:31
Látum þau bara borga brúsann Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Skoðun 24.3.2023 10:30
Jæja, er þetta ekki bara orðið gott? Síðasta haust þegar fyrsta bylgja mótmæla foreldra í Ráðhúsinu var í gangi ritaði ég grein. Hún á jafn vel við í dag og fyrir nokkrum mánuðum síðan. Skoðun 23.3.2023 12:33
Vottun verði valkvæð Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Skoðun 23.3.2023 11:30
Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjarasamninga Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar. Innherji 23.3.2023 11:29
Mikill meirihluti telur kjör öryrkja vera slæm Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau. Innlent 23.3.2023 09:46