Kjaramál Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. Innlent 13.12.2022 09:08 Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“ Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við. Innherji 13.12.2022 08:34 Byltingin nartar í börnin Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar. Innlent 13.12.2022 07:07 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Innlent 12.12.2022 21:23 „Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári. Innherji 12.12.2022 18:04 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Innlent 12.12.2022 15:23 Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. Innlent 12.12.2022 14:42 Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Innlent 12.12.2022 14:37 Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Innlent 12.12.2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Innlent 12.12.2022 14:01 Bein útsending: Skrifað undir kjarasamninga í Karphúsinu Samkomulag náðist í nótt í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Skrifað verður undir klukkan 13. Innlent 12.12.2022 12:26 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Innlent 12.12.2022 11:57 Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Innlent 12.12.2022 11:26 Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst. Innlent 12.12.2022 06:02 Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. Innlent 11.12.2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. Innlent 11.12.2022 19:59 Reynt til þrautar að ná samningum í dag Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00. Innlent 11.12.2022 10:45 „Þegar þolinmæðin þrýtur þá tekur þrautseigjan við“ Fundað var fram á kvöld í Karphúsinu í dag þar sem VR, samflot iðn- og tæknifólks og samtök iðnaðarins settust niður saman, enda mikið undir. Ríkissáttasemjari segir vinnuna reyna á þrautseigju fólks. Innlent 10.12.2022 21:00 Svartsýnni nú en fyrir helgi Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Innlent 10.12.2022 12:10 „Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Innlent 9.12.2022 21:23 Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. Innlent 9.12.2022 16:18 Þolinmæðin orðin lítil og gera þurfi lokaatlögu að samningi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir ljóst að þolinmæðin hjá liðsmönnum hans sé orðin lítil í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Innlent 9.12.2022 11:17 Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. Innlent 9.12.2022 10:56 Samningur SGS: Kostir og gallar Forysta Starfsgreinasambandsins undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins 1. desember síðastliðinn. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS eru aðilar að samningnum. Lítið hefur komið fram um innihald samningsins en umræðan mest snúist um persónulegar kýtingar og aukaatriði, eins og hvort innihaldi hans hafi verið lekið til fjölmiðla fyrir undirritun. Skoðun 8.12.2022 13:01 Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Innlent 8.12.2022 11:53 „Við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag. Innlent 8.12.2022 11:52 Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. Innlent 7.12.2022 20:03 Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. Innlent 7.12.2022 14:29 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. Innlent 7.12.2022 13:27 Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. Innlent 7.12.2022 12:58 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 154 ›
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. Innlent 13.12.2022 09:08
Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“ Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við. Innherji 13.12.2022 08:34
Byltingin nartar í börnin Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar. Innlent 13.12.2022 07:07
Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. Innlent 12.12.2022 21:23
„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári. Innherji 12.12.2022 18:04
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Innlent 12.12.2022 15:23
Friðrik vill fund nú þegar Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. Innlent 12.12.2022 14:42
Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Innlent 12.12.2022 14:37
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. Innlent 12.12.2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Innlent 12.12.2022 14:01
Bein útsending: Skrifað undir kjarasamninga í Karphúsinu Samkomulag náðist í nótt í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Skrifað verður undir klukkan 13. Innlent 12.12.2022 12:26
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Innlent 12.12.2022 11:57
Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Innlent 12.12.2022 11:26
Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst. Innlent 12.12.2022 06:02
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. Innlent 11.12.2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. Innlent 11.12.2022 19:59
Reynt til þrautar að ná samningum í dag Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins halda áfram í dag en boðaður var fundur hjá Ríkissáttasemjara núna klukkan 10:00. Innlent 11.12.2022 10:45
„Þegar þolinmæðin þrýtur þá tekur þrautseigjan við“ Fundað var fram á kvöld í Karphúsinu í dag þar sem VR, samflot iðn- og tæknifólks og samtök iðnaðarins settust niður saman, enda mikið undir. Ríkissáttasemjari segir vinnuna reyna á þrautseigju fólks. Innlent 10.12.2022 21:00
Svartsýnni nú en fyrir helgi Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Innlent 10.12.2022 12:10
„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“ Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali. Innlent 9.12.2022 21:23
Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum. Innlent 9.12.2022 16:18
Þolinmæðin orðin lítil og gera þurfi lokaatlögu að samningi Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir ljóst að þolinmæðin hjá liðsmönnum hans sé orðin lítil í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Innlent 9.12.2022 11:17
Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. Innlent 9.12.2022 10:56
Samningur SGS: Kostir og gallar Forysta Starfsgreinasambandsins undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins 1. desember síðastliðinn. Sautján af nítján aðildarfélögum SGS eru aðilar að samningnum. Lítið hefur komið fram um innihald samningsins en umræðan mest snúist um persónulegar kýtingar og aukaatriði, eins og hvort innihaldi hans hafi verið lekið til fjölmiðla fyrir undirritun. Skoðun 8.12.2022 13:01
Vilja færa glataða frídaga yfir á næsta virka dag Ef lögbundinn frídag ber upp á laugardegi eða sunnudegi á frídagurinn að færast yfir á næsta virka dag. Þetta gengur nýtt frumvarp þingmanna Pírata út á en með því vilja þeir tryggja að lögbundnir frídagar fari ekki til spillis. Innlent 8.12.2022 11:53
„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“ Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag. Innlent 8.12.2022 11:52
Verði að sjá til hvort vinnu ljúki fyrir jól Samflot iðnaðar- og tæknimanna og VR fundar fram á kvöld í Karphúsinu. Staðan er á viðkvæmu stigi en ríkissáttasemjari býst ekki við því að fundað verði langt fram eftir í kvöld. Innlent 7.12.2022 20:03
Ætlar ekki niður á fjóra fætur til að ná samningi Formaður VR segir tímarammann fyrir skammtímasamning vera mjög knappan en klára þurfi slíkan samning á allra næstu dögum. Ef það takist ekki þurfi að ræða langtímasamninga og því kunni að fylgja átök. Þó markmiðið sé að klára samninga fljótt og vel segist formaðurinn ekki ætla að fara niður á fjóra fætur til að ná samningi fyrir jól. Innlent 7.12.2022 14:29
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. Innlent 7.12.2022 13:27
Efling vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segir það óhjákvæmilega aðgerð. Innlent 7.12.2022 12:58