Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Raddir skóla­fólks í fyrir­rúmi

Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla.

Skoðun
Fréttamynd

Fara beint í frí­stund eftir leik­skóla­út­skrift í júní

Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Hlíft við tæki­færum

Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Vill stjórn­völd í lið með sér frá fyrsta degi

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu tekur formlega til starfa í dag en hjá stofnuninni starfa um fjörutíu manns. Forstjóri miðstöðvarinnar segir að nýrri stofnun sé ætlað það lykilhlutverk að vera bakland skólastarfs á Íslandi og að miðlægt í öllu starfinu sé þjónustumiðuð nálgun.

Innlent
Fréttamynd

40 ára hús­móðir finnur sjálfa sig

Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli.

Skoðun
Fréttamynd

Hættur Inter­netsins

Ástæðan fyrir þessum vangaveltur er vegna þess að ég las sögu íslenskrar stelpu á unglingsaldri sem var fórnarlamb nethakkara sem tældu stúlkuna í gegnum samskiptaforrit eins og Discord og Telegram, og leikjasíður eins og Roblox.

Skoðun
Fréttamynd

Ný og glæsi­leg skólaþyrping byggð á Hellu

Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hellu því þar er verið að byggja við grunnskóla staðarins og þá er ætlunin að byggja líka nýjan leikskóla. Íbúum á staðnum og í sveitarfélaginu öllu, Rangárþingi ytra er líka og fjölga og fjölga og nálgast nú óðfluga að verða tvö þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Engin náms­lán fyrir fá­tækt fólk

Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fríar mál­tíðir grunn­skóla­barna - merkur sam­fé­lags­legur á­fangi

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að í nýjum kjarapakka er kveðið á um gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum. Sitt sýnist hverjum og rétt að grunnskólinn er á forræði sveitarfélaga svo hvers vegna er ríkið á þáttast um og leggja áherslu á að nemendur á grunnskólaaldri standi til boða hádegismatur þeim að kostnaðarlausu?

Skoðun
Fréttamynd

Börnin ný­búin að taka bruna­æfingu

Engin grunnskólabörn voru í Húsaskóla í Grafarvogi í dag, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag. Um 40 leikskólabörn á leikskólanum Fífuborg og 20 börn á frístundaheimilinu Kastala voru í húsinu. Aðstoðarskólastjóri segir börnin hafa vitað upp á hár hvernig bregðast ætti við, vegna brunaæfingar sem haldin var á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að slökkva eldinn í Húsaskóla

Búið er að slökkva eld sem kviknaði í þaki Húsaskóla í Grafarvogi í dag. Skólinn hefur verið tæmdur og öllum börnum komið í skjól í nálægu íþróttahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brenni­merkja börn!

Það er mik­il­vægt að öll börn njóti þess að vera í skóla og það sé ekki kvíðvæn­legt að mæta öðrum börn­um þar. Það er lífsnauðsynlegt fyrir börn að þau öll njóti jafn­ræðis og góðs at­læt­is og að skól­inn verði ekki jarðsprengju­svæði mis­mun­un­ar og einelt­is.

Skoðun
Fréttamynd

Af bókasafnsfræðingum, iðjuþjálfum og öðrum ríkisbubbum

Geislafræðingar, þroskaþjálfar, lögfræðingar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, fornleifafræðingar, félagsráðgjafar og verkfræðingar eru allt dæmi um ólík starfsheiti háskólamenntaðra og er þá fátt eitt upp talið af þeim sérfræðingum sem samfélagið þarf á að halda. Háskólamenntað fólk er ekki einsleitur hópur á vinnumarkaði og vinnuaðstæður þeirra og launakjör eru ekki alltaf eftirsóknarverð. Stórir hópar búa við ömurleg starfskjör.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum (sér­náms)lækna!

Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Skólaliði grunaður um að mynda börn í búnings­klefa

Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var um miðjan október síðastliðinn, er komið á borð ákærusviðs. Hann starfaði sem skólaliði við skólann og er grunaður um kynferðisbrot með því að taka myndir í búningsklefa ungra drengja.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði sam­nemanda líf­láti

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það.

Innlent
Fréttamynd

Hvað á ég að gera?

Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum.

Skoðun
Fréttamynd

Kjara­samningar, gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir, Sjálf­stæðis­flokkurinn og Hafnar­fjörður

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tíu milljónir ár­lega í rekstur bílastæða við HÍ

Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög slæmt“ ef upphlaupið hefði nei­kvæð á­hrif á vinnumarkaðssátt

Ekki er ljóst hvort öll sveitarfélög landsins muni bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í haust eins og samið var um í nýgerðum kjarasamningum, eftir „óvænt upphlaup“ Sjálfstæðismanna, að sögn formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún telur það þó liklegt en hvert og eitt sveitarfélag eigi eftir að útfæra framkvæmdina.

Innlent