Hafnarfjörður

Fréttamynd

Kom að húsnæði í rúst eftir innbrot

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Þegar eigandi húsnæðisins kom heim var búið að brjótast inn og skemma þar mikið af húsgögnum og munum.

Innlent
Fréttamynd

Halda leitinni á­fram á morgun

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Innlent
Fréttamynd

Sam­mála um að upp­færa Sam­göngu­sátt­málann

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­földun Reykja­nes­brautar bætir um­ferðar­öryggi

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­markaðurinn, Fram­sókn og Hafnar­fjörður

Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. 

Skoðun
Fréttamynd

Slökkvi­lið bjargaði gínu úr Hafnar­fjarðar­höfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í nótt vegna kvikmyndatöku við Hafnarfjarðarhöfn. Þar voru menn við tökur þegar taumur losnaði af gínu sem rak um höfnina og gátu kvikmyndatökumennirnir ómögulega náð henni aftur.

Innlent
Fréttamynd

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði

Steypubíll valt á hliðina í Hafnarfirði nú undir kvöld og var reynt að ná honum aftur upp með kranabíl. Bíllinn er fullur af steypu en engin steypa hefur lekið úr honum enn, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Harður á­rekstur við Fjarðar­hraun

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði í gær. Fimm manns voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman og voru þau öll flutt til slysadeildar til skoðunar en reyndust lítið slösuð. 

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit hafin á ný

Leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag, hófst á ný í morgun með sama sniði og í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla lýsir eftir Stefáni Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“

Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans.

Innlent
Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Bollu­sæl­keri hefur smakkað tugi rjóma­bolla í dag

Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur.

Matur
Fréttamynd

Heimgreiðslur auðveldi „átta mánaða púsluspil“

Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að heimgreiðslur séu í boði í sínu sveitarfélagi því úrræðið auðveldi þeim að skipuleggja það átta mánaða púsluspil sem fram undan er. Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara

„Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við.

Innlent
Fréttamynd

Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur.

Lífið
Fréttamynd

Kveikti í tveimur rusla­gámum í Kópa­vogi

Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. 

Innlent