Hafnarfjörður

Fréttamynd

Móðir tilkynnti sig til barnaverndar

Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg

Innlent
Fréttamynd

Ást og friður ef fólk sækir bílana

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði biðlar til þeirra sem kunni að eiga númerslausa bíla á bílastæðinu við skólann að fjarlægja þá, ella verði bílarnir fjarlægðir næstkomandi mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús

Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Tökum næsta skref með Skessunni

Aðstaða til knattspyrnuiðkunar í Kaplakrika mun gjörbyltast þegar Skessan verður tekin í notkun eftir rúman mánuð. Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir iðkendur að sögn Valdimars Svavarssonar, formanns knattspyrnudeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tjón VÍS vegna brunans aldrei meira en 300 milljónir

Vátryggingafélagið VÍS tryggði húsnæðið í heild sinni og sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, upplýsingafulltrúi félagsins, ljóst að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna. Tjón félagsins verði þó aldrei meira en um 300 milljónir vegna samninga um endurtryggingar.

Innlent
Fréttamynd

Brunavarnir hússins í ólagi

Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst.

Innlent
Fréttamynd

„Það er allt farið“

Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt.

Innlent