Reykjavík

Fréttamynd

Eldur kviknaði í strompi Ham­borgar­búllu Tómasar

Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 

Innlent
Fréttamynd

Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi

Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjóðar­höll tekur á sig mynd

Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni.

Skoðun
Fréttamynd

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut

Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að bíta lög­reglu­menn og hótaði þeim líf­láti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva þurfti frum­sýningu á Macbeth

Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast.

Menning
Fréttamynd

Verzló verður grár

Viðamiklar endurbætur standa nú yfir á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands. Húsið verður endursteinað með gráum tónum og gluggum skipt út.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við þjóðar­höll rúmir 14 milljarðar

Talið er að kostnaður við byggingu þjóðarhallar muni nema 14,2 milljörðum króna. Ráðgert er að höllin verði nítján þúsund fermetrar og taki 8.600 manns í sæti. Gangi áætlanir eftir gætu viðburðir farið fram í höllinni árið 2025.

Sport
Fréttamynd

For­eldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum

Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert meira álag sett á borgarbréfin en sambærileg bréf

Ávöxtunarkrafan sem var gerð til skuldabréfa Reykjavíkurborgar í síðasta útboði er nokkuð hærri en krafan á samanburðarhæf bréf. Að sögn viðmælenda Innherja kann versnandi grunnrekstur borgarinnar og efasemdir um að útgáfuáætlun fyrir þetta ár haldi að skýra hækkun ávöxtunarkröfunnar umfram það sem gengur og gerist.

Innherji
Fréttamynd

Svif­ryki slegið í augu Reyk­víkinga

Loftmengunin í borginni rataði í fréttir í síðustu viku og eins og svo oft áður nýtti borgarstjóri tækifærið til að kenna nagladekkjum alfarið um, þótt lítið sé um slit á malbiki vegna nagladekkja enda snjómokstur arfaslæmur.

Skoðun
Fréttamynd

Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar

Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“.

Innlent