Reykjavík

Fréttamynd

„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tíma­bundið“

Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti.

Innlent
Fréttamynd

Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt

Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi.

Lífið
Fréttamynd

Stefnt á að opna Ævin­týra­borg strax í septem­ber

Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar

Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar.

Innlent
Fréttamynd

Stytta af­greiðslu­tímann í Árbæ vegna mann­eklu

Afgreiðslutími líkamsræktarstöðvar World Class í Árbæ mun styttast frá og með í næstu viku. Mun stöðin loka klukkan 20 á virkum dögum í stað klukkan 22 og klukkan 13 á laugardögum í stað klukkan 16. Þá verður stöðin lokuð á sunnudögum en var áður opin til klukkan 13 þá daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagur tekur ekki for­manns­slaginn

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Víða ó­gerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni

Bið eftir tímum hjá heimilis­læknum hefur sjaldan verið lengri á höfuð­borgar­svæðinu og eru sumar heilsu­gæslu­stöðvar hættar að taka við tíma­bókunum. Ó­bókuðum komum fólks á heilsu­gæsluna hefur fjölgað gríðar­lega milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Von á á­gætis­veðri á Menningar­nótt

Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi.

Veður
Fréttamynd

Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna

Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Haust­boðinn ljúfi

Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista.

Skoðun
Fréttamynd

Hver þorir að eignast barn í Reykja­vík?

Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra.

Skoðun
Fréttamynd

Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar

Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri.

Skoðun
Fréttamynd

Dauðadæmt loforð um leikskólapláss

Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Tæmdi Le­bowski með prumpu­sprengju

Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 

Innlent