Reykjavík Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Skoðun 20.11.2021 08:01 Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér. Innlent 20.11.2021 07:31 Neytti fíkniefna í verslun og heimtaði peninga af starfsmanni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í aðstöðu starfsmanna verslunar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Innlent 20.11.2021 07:22 Sjáðu þegar kveikt var á jólakettinum í beinni útsendingu Kveikt var á jólakettinum á Lækjartorgi í kvöld og boðar það upphaf jólastemningarinnar í miðborg Reykjavíkur. Það var gert í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Innlent 19.11.2021 20:51 Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. Innlent 19.11.2021 19:21 Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:04 Óska eftir vitnum að umferðaróhappi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12. Innlent 19.11.2021 13:35 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Skoðun 19.11.2021 13:30 Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni. Innlent 19.11.2021 13:11 Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Skoðun 19.11.2021 12:01 Bein útsending: Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Hörpu í dag milli níu og hálf tólf og er yfirskrift fundarins „Framtíðarsýn og næstu skref“. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 19.11.2021 08:31 Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Viðskipti innlent 18.11.2021 21:00 Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36 Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Innlent 18.11.2021 17:01 Reykræstu í húsi Nings á Suðurlandsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík upp úr klukkan þrjú í dag. Innlent 18.11.2021 15:30 Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus! Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Skoðun 18.11.2021 12:00 Gerum enn betur fyrir börnin í Breiðholti Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Skoðun 18.11.2021 11:00 Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Innlent 18.11.2021 10:09 Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. Neytendur 17.11.2021 23:25 Beraði sig við íþróttavöll í Laugardalnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í dag ábending um erlendan aðila sem var að bera sig við íþróttavöll í Laugardalnum. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en málið er til rannsóknar. Innlent 17.11.2021 22:52 Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns. Innlent 17.11.2021 17:05 Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. Innlent 17.11.2021 16:01 Hús í mjög slæmu ástandi við Þingholtsstræti fékk nýtt líf Í síðustu þáttaröð af Gulla Byggi var fylgst með ótrúlegum breytingum á gömlu húsi við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá. Lífið 17.11.2021 13:32 Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 17.11.2021 13:01 Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari. Innherji 17.11.2021 12:31 Loksins hús…eða, er það ekki? „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Skoðun 17.11.2021 11:00 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. Innlent 17.11.2021 07:28 Maður vistaður í fangageymslu fyrir að hafa dvalið of lengi á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í miðborginni en samkvæmt tilkynningu lögreglu er hann grunaður um að hafa dvalið of lengi á Íslandi, nánar tiltekið innan Schengen-svæðisins. Var hann vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn en nánari upplýsingar er ekki að finna í tilkynningu. Innlent 17.11.2021 06:30 Rafmagnslaust á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í minnst tveimur hverfum Reykjavíkurborgar. Fréttastofu hafa borist ábendingar um rafmagnsleysi í hverfum 105 og 108. Innlent 16.11.2021 22:55 Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Innlent 16.11.2021 22:07 « ‹ 222 223 224 225 226 227 228 229 230 … 334 ›
Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Skoðun 20.11.2021 08:01
Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér. Innlent 20.11.2021 07:31
Neytti fíkniefna í verslun og heimtaði peninga af starfsmanni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í aðstöðu starfsmanna verslunar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Innlent 20.11.2021 07:22
Sjáðu þegar kveikt var á jólakettinum í beinni útsendingu Kveikt var á jólakettinum á Lækjartorgi í kvöld og boðar það upphaf jólastemningarinnar í miðborg Reykjavíkur. Það var gert í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Innlent 19.11.2021 20:51
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. Innlent 19.11.2021 19:21
Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðskipti innlent 19.11.2021 14:04
Óska eftir vitnum að umferðaróhappi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12. Innlent 19.11.2021 13:35
Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Skoðun 19.11.2021 13:30
Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni. Innlent 19.11.2021 13:11
Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Skoðun 19.11.2021 12:01
Bein útsending: Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram í Hörpu í dag milli níu og hálf tólf og er yfirskrift fundarins „Framtíðarsýn og næstu skref“. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi. Innlent 19.11.2021 08:31
Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Viðskipti innlent 18.11.2021 21:00
Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. Innlent 18.11.2021 17:36
Eitt mál vegna „guls herbergis“ til skoðunar hjá borginni Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að gera nýjar leiðbeiningar um það sem hefur verið kallað „gul herbergi“ í skólum að sögn sviðsstjóra. Eitt mál tengt slíkum herbergjum er til skoðunar hjá borginni. Innlent 18.11.2021 17:01
Reykræstu í húsi Nings á Suðurlandsbraut Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík upp úr klukkan þrjú í dag. Innlent 18.11.2021 15:30
Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus! Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir. Skoðun 18.11.2021 12:00
Gerum enn betur fyrir börnin í Breiðholti Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar. Skoðun 18.11.2021 11:00
Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Innlent 18.11.2021 10:09
Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ætlar að flytja verslun fyrirtækisins í Austurstræti í nýtt húsnæði á næstunni. Fjórir staðir koma til greina í miðborginni. Neytendur 17.11.2021 23:25
Beraði sig við íþróttavöll í Laugardalnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í dag ábending um erlendan aðila sem var að bera sig við íþróttavöll í Laugardalnum. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en málið er til rannsóknar. Innlent 17.11.2021 22:52
Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns. Innlent 17.11.2021 17:05
Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. Innlent 17.11.2021 16:01
Hús í mjög slæmu ástandi við Þingholtsstræti fékk nýtt líf Í síðustu þáttaröð af Gulla Byggi var fylgst með ótrúlegum breytingum á gömlu húsi við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá. Lífið 17.11.2021 13:32
Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 17.11.2021 13:01
Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari. Innherji 17.11.2021 12:31
Loksins hús…eða, er það ekki? „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Skoðun 17.11.2021 11:00
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. Innlent 17.11.2021 07:28
Maður vistaður í fangageymslu fyrir að hafa dvalið of lengi á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í miðborginni en samkvæmt tilkynningu lögreglu er hann grunaður um að hafa dvalið of lengi á Íslandi, nánar tiltekið innan Schengen-svæðisins. Var hann vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn en nánari upplýsingar er ekki að finna í tilkynningu. Innlent 17.11.2021 06:30
Rafmagnslaust á höfuðborgarsvæðinu Rafmagnslaust er í minnst tveimur hverfum Reykjavíkurborgar. Fréttastofu hafa borist ábendingar um rafmagnsleysi í hverfum 105 og 108. Innlent 16.11.2021 22:55
Tillögu um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur vísað til velferðarráðs Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til velferðarráðs. Tillagan felur í sér að koma á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar og yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Innlent 16.11.2021 22:07