Reykjavík

Fréttamynd

Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif?

Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana.

Skoðun
Fréttamynd

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun fékk Lofts­lags­viður­kenningu Festu og borgarinnar

Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12.

Innlent
Fréttamynd

Neyslu­rými í Reykja­vík – mikil­væg skaða­minnkandi þjónusta!

Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta neyslurýmið á Íslandi hefur starfsemi í byrjun næsta árs

Fyrsta neyslurýmið á landinu fyrir fólk sem notar fíkniefni í æð verður tekið í notkun strax eftir áramót eftir að fjármögnun var tryggð frá Sjúkratryggingum Íslands. Fyrst um sinn verður rýmis starfrækt í bifreið en Rauði krossinn vonar að húsnæði verði fundið fyrir starfsemina í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ný hæð borgar fyrir lyftu og við­hald

Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu.

Skoðun
Fréttamynd

Grænni Reykja­víkur­borg – raf­ræn og blað­laus!

Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum enn betur fyrir börnin í Breið­holti

Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sáttur við hvernig Vig­dís per­sónu­gerði gagn­rýnina

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig við íþróttavöll í Laugardalnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í dag ábending um erlendan aðila sem var að bera sig við íþróttavöll í Laugardalnum. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en málið er til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkja og dóttir Sigurjóns taka við safninu á ný

Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, fagnar því að náðst hafi samningur um útvistun á rekstri Listasafns Sigurjóns í Laugarnesi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gengið frá samningi við rekstrarfélag í eigu Birgittu og Hlífar dóttur Sigurjóns.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti

Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari

Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari.

Innherji
Fréttamynd

Loksins hús…eða, er það ekki?

„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Maður vistaður í fangageymslu fyrir að hafa dvalið of lengi á Íslandi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í miðborginni en samkvæmt tilkynningu lögreglu er hann grunaður um að hafa dvalið of lengi á Íslandi, nánar tiltekið innan Schengen-svæðisins. Var hann vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn en nánari upplýsingar er ekki að finna í tilkynningu.

Innlent