Reykjanesbær

Fréttamynd

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Þrepa­skipt út­svar

Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Taktu þitt pláss, ÞÚ skiptir máli

Hvort sem hlutirnir eru í lagi eða boðaðar eru breytingar fyrir fólkið í bænum, þar sem framtíðin á miðjunni segir vertu memm og áfram við, þá er það eina sem skiptir máli ert þú!

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum fjöl­nota­hús fyrir þjónustu bæjarins út í hverfunum

Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig.

Skoðun
Fréttamynd

Hoppu­kastalinn

Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur.

Skoðun
Fréttamynd

Kominn tími á al­vöru mið­bæ í Reykja­nes­bæ

Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum ekki stórum hug­myndum

Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Bærinn þar sem allir vilja búa

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins. Við erum með alþjóðaflugvöllinn, stórskipahöfn, duglegasta fólkið og fallegasta sveitarfélagið. Öll stærstu tækifærin eru hér og það er okkar að grípa þau.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­mál ofar­lega á blaði í Reykja­nes­bæ

Atvinnumál, heilbrigðismál og fjölgun leikskólaplássa eru ofarlega í huga frambjóðenda og íbúa í Reykjanesbæ. Íbúum hefur fjölgað um fjögur prósent milli ára og eru nú yfir tuttugu þúsund, þar af er fjórðungur af erlendum uppruna.

Innlent
Fréttamynd

Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar

Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjanesbær þarf að girða sig í brók

Ásbrú eða gamli völlurinn eins og þetta svæði er oft kallað er svæði tækifæranna. Svæðið sem býður upp á atvinnu, menntun, hreyfingu og dásamlegar íbúðir í fjölbýli sem hægt og rólega er verið að gera upp.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggis­vistunar­málið í Reykja­nes­bæ - Bæjar­full­trúinn sem stóð með í­búunum

Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu.

Skoðun
Fréttamynd

Gera ráð fyrir 5,7 milljónum far­þega

Farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir að 5,7 milljónir farþega muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Gerir spáin ráð fyrir að í ár verði fjöldi farþega 79 prósent af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eflum þjónustu dagmæðra X-U

Dagvistunarúrræði hafa verið í brennidepli í Reykjanesbæ undanfarin ár. Áform hafa verið uppi um ungbarnaleiksskóla í lengri tíma en lítið að frétta í þeim málum. Bærinn hefur átt í fullu fangi við að taka á móti ört stækkandi hópi barna. Reykjanesbær er í örum vexti og þess má vænta að því fylgi vaxtarverkir.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Fengu far með löggunni á ball

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Lítum okkur nær

Öll mín fullorðinsár hef ég hlustað á þá sem standa framarlega í samfélaginu tala um Helguvík og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Svo mikil orka og kraftur hefur farið í þetta svæði að við erum búin að sannfæra okkur sjálf og alla þjóðina um það að annaðhvort gerist eitthvað stórfenglegt í Helguvík eða Reykjanbær muni hreinlega deyja út.

Skoðun