Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Lilja Björg vill á­fram leiða í Borgar­byggð

Lilja Björg Ágústsdóttir gefur kost á sér til forystu lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Uppstillingarnefnd flokksins vinnur nú að tillögu sem kemur í ljós von bráðar.

Innlent
Fréttamynd

Lífið í Urriðaholti

Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Marta íhugar að fara fram gegn Hildi

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, liggur nú undir feldi og íhugar að bjóða sig fram í oddvitasætið í Reykjavík. Ef af verður fer hún fram gegn Hildi Björnsdóttur, sem skipaði annað sætið á lista flokksins fyrir síðustu kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Segi það aftur: Frítt í strætó

Fjögur ár. Það er sá tími sem undirritaður hefur ítrekað bent á réttu leiðina til að auka notkun á strætó. Sleppum borgarlínu, höfum frítt í strætó og spörum milljarða á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur og Alþingi

Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki kasta krónunni

Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun.

Skoðun
Fréttamynd

Engin framtíð án fólks

Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­maðurinn þinn?

Þegar ég tók sl. vor þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar gerði ég málefni Reykvíkinga að sérstöku umtalsefni. Ég benti á að þingmenn ættu að vinna fyrir sína umbjóðendur og ég bauð fram krafta mína í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna.

Skoðun
Fréttamynd

„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 

Innlent
Fréttamynd

Helga sækist eftir 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í skipulagsnefnd sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram laugardaginn 5. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Halldór Benjamín ætlar sér ekki í borgarmálin

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur undanfarin misseri verið orðaður við framboð í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins og meðal annars verið skrifaðar fréttir þess efnis.

Klinkið
Fréttamynd

Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli

Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns.

Innlent
Fréttamynd

Fjarða­byggð góður fjár­festingar­kostur

Áform um Grænan Orkugarð í Reyðarfirði hafa verið á dagskrá undanfarið með það fyrir augum að framleiða rafeldsneyti til orkuskipta í fraktflutningum en þar á hröð þróun sér stað í.

Skoðun