Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Forystufólk flokksins líklegt

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann

Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu

Sjálfstæðisflokkurinn fengi þriðjung atkvæða í kosningum til borgarstjórnar. Er næstum tvöfalt stærri en næstærsti flokkurinn. Núverandi oddviti segir fylgið á mikilli hreyfingu. Fjölmargir hafa ekki tekið afstöðu til flokka.

Innlent
Fréttamynd

Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen

Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsens fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst. Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu.

Innlent
Fréttamynd

Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni

Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta.

Innlent
Fréttamynd

Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir.

Innlent
Fréttamynd

Árni nýtur fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Árni Johnsen njóti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Árni hlaut annað sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi um helgina. Geir sagði í Ríkisútvarpinu í morgun, að Árni nyti trausts þrátt fyrir fyrri brot í trúnaðarstörfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Tvö prófkjör um helgina

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.

Innlent