Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Sakar Maríu um trumpisma

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. 

Innlent
Fréttamynd

Femín­istar botna ekkert í Diljá

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi.

Innlent
Fréttamynd

Diljá Mist segir hræsni ein­kenna ís­lenska femín­ista

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara.

Innlent
Fréttamynd

Mega bara ís­lenskir karl­menn nauðga konum á Ís­landi?

Þann 16. febrúar síðastliðinn lét aktívistinn Ólöf Tara þau orð falla á X (áður Twitter) að mönnum sé upp til hópa alveg sama um þolendur kynferðisofbeldis ef það er Íslendingur eða hvítur maður sem nauðgar. Í færslunni kjarnaði hún þá umræðu sem þolendur líða fyrir í ummælakerfum Internetsins þar sem viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi eru misjöfn eftir því hvort gerendurnir eru íslenskir eða erlendir.

Skoðun
Fréttamynd

Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verð­skulda líf

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánaða skil­orð fyrir vörslu barnaníðsefnis

Karlmaður um fimmtugt var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt, og fyrir að hafa dreift slíku myndefni til ótilgreindra aðila í gegn um spjallhópa á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Neil Gaiman sakaður um kyn­ferðis­of­beldi

Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á

Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með.

Innlent
Fréttamynd

Flug frá Kefla­vík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eigin­konu snúið við

Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Flug frá Kefla­vík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar

Kynferðisofbeldi á ekkert skylt með kynlífi. Ofbeldið sem er beitt er í formi valdníðslu og djúprar fyrirlitningar. Markmiðið er að hafa vald yfir þér. Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf.

Skoðun
Fréttamynd

Hörður Ellert dæmdur fyrir í­trekuð brot gegn stjúp­dóttur sinni

Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Þegar stúlkan var níu til tólf ára braut hann margítrekað gegn henni, meðal annars með því að láta hana veita honum munnmök. Hann fékk síma stúlkunnar afhentan hjá lögreglu á meðan málið var til rannsóknar og fékk nálgunarbann á föður hennar um tíma.

Innlent
Fréttamynd

Á sér engar máls­bætur vegna hrottafenginna brota gegn eigin­konu

Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisrefsingu Heiðars Arnar Vilhjálmssonar vegna grófra brota gegn eiginkonu hans. Þó að Landsréttur hafi staðfest refsinguna sem Héraðsdómur Reykjaness lagði upp með sýknar Landsréttur hann fyrir brot sem Héraðsdómur hafði sakfellt hann fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fasta­gestur á ní­ræðis­aldri káfaði á konu í sundi

Karlmaður fæddur árið 1940 hefur verið sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni með því að káfa á konu í sundlaug á Vestfjörðum. Ákvörðun refsingar mannsins, sem er fastagestur í lauginni, var frestað og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn tveimur konum og þremur ung­lings­stúlkum

Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Full­vissaði brotna dóttur sína um að þau væru ást­fangin

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála Hæsta­rétti og telja brot Brynjars nauðgun

Tveir starfsmenn við lagadeild Háskóla Íslands, Brynhildur G. Flóvenz dósent emerita, og Ragnheiður Bragadóttir prófessor, telja dóm Hæstaréttar í máli Brynjars Joensen Creed, rangan. Þær vona að fordæminu verði snúið við, en þær birtu grein um dóminn í Úlfjóti í síðastliðnum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð veru­lega

Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar.

Innlent