Samgönguslys

Fréttamynd

Fimm slösuðust í á­rekstri á Hnífs­dals­vegi

Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. 

Innlent
Fréttamynd

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Innlent
Fréttamynd

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slysið setur svip sinn á minningar­daginn

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Baróns­stíg

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Leita að vitnum að slysinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi og hjólandi í borginni

Í tvígang með skömmu millibili var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur í Reykjavík í morgun. Fyrst var bíl ekið á átta ára dreng þegar hann fór yfir gangbraut en um klukkutíma síðar var ekið á hjólreiðamann í Hlíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Sakaður um trygginga­svik en hafði betur og fær bætur

Ökumaður sem tryggingafélagið Vörður sakaði um tryggingasvindl, án árangurs, á rétt á greiðslu bóta úr slysatryggingu sem maðurinn var með hjá félaginu. Ökumaðurinn hafði betur gegn tryggingafélaginu í Landsrétti og í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Sýknuð af lyfjaakstri vegna ávísunar fra lækni

Kona hefur verið sýknuð af því að aka undir áhrifjum slævandi lyfja. Konan var sýknuð á þeim grundvelli að læknir hafði ávísað lyfinu, hún hafi byggt upp þol gagnvart því og að ósannað væri að konan hafi verið undir áhrifum umræddra lyfja við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt

Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Hjól­reiða­maður ekinn niður við Kringlu­mýrar­braut

Hjólreiðamaður var ekinn niður á fjölförnum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í morgunumferðinni. Ökumaður náði atvikinu á myndavél og vonast til að geta náð til hjólreiðamannsins sem hann vonar að hafi ekki orðið meint af.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði

Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru

Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys

Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. 

Innlent