Ástin og lífið

Fréttamynd

„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eins og eitt­hvað hefði sprungið inni í mér“

Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan.

Lífið
Fréttamynd

„Hann hefur skrifað með mér fjórar seríur“

Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari hefur í mörg horn að líta en samhliða líflegum starfsvettvangi er hún líka móðir og unnusta. Sonurinn, Guðmundur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðstaddur skrif á fjórum þáttaröðum. Sú nýjasta, Kennarastofan er væntanleg í Sjónvarp Símans í byrjun næsta árs.

Lífið
Fréttamynd

Þrjár utanlandsferðir á tólf dögum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, þekktur sem Prettyboitjokkó, og Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B, eru staddur á Ibiza að fagna góðu gengi lagsins Skína sem hefur verið í fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þrjár vikur í röð.

Lífið
Fréttamynd

Hittust í leyni á bíla­stæðum

Victoria Beck­ham og David Beck­ham hittust í leyni á bíla­stæðum í ár­daga sam­bands þeirra. Um­boðs­maður krydd­píunnar mælti með því að þau myndu halda sam­bandinu leyndu, fyrst um sinn.

Lífið
Fréttamynd

Möguleg ástæða þess að þú ert enn á lausu

Fjöldi ástæðna er fyrir því að fólk er einhleypt, sumir kjósa það að vera einir á meðan aðrir þrá að eignast maka. Breski kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fær fjölda fyrirspurna árlega frá einhleypu fólki sem vill vita hvernig það eigi að bera sig að til að finna ástina.

Lífið
Fréttamynd

Hafa náð sátt í skilnaðar­máli sínu

Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur

Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar

Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti.

Lífið
Fréttamynd

Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng.

Lífið
Fréttamynd

„Maður þarf ekki alltaf að vera sterkasta manneskjan í her­berginu“

LXS raunveruleikastjarnan og sporðdrekinn Magnea Björg Jónsdóttir er 28 ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki sér viðburðaríkt líf. Hún er alin upp í Breiðholtinu frá sjö ára aldri og bjó þar þangað til hún fluttist til Los Angeles nítján ára gömul. Hún segir flutninginn út hafa verið bestu ákvörðun sem hún hefur tekið á sínum tíma en að sama skapi hafi besta ákvörðunin svo verið að flytja aftur heim. Blaðamaður hitti Magneu í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi.

Lífið
Fréttamynd

Egill segir fjöl­skylduna fegna og segist ekki hafa sama á­huga

Egill Helga­son segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þátta­stjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni á­huga á stjórn­málum nú en áður og segir fjöl­skylduna upp­lifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undir­búningi nýs sjón­varps­þáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Innlent
Fréttamynd

Römbuðu á hvort annað eftir erfiða tíma

Turtildúfurnar Sísí Ingólfsdóttir, listamaður og Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður hafa verið bestu vinir frá fyrstu kynnnum. Biggi bað Sísíar þann 17. júní síðastliðinn og hafa þau boðið sínum nánustu til sannkallaðrar ástarhátíðar næsta sumar í Vilnius.

Makamál
Fréttamynd

Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu

Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Ca­stel Gand­ol­fo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast.

Lífið
Fréttamynd

Drauma­brúð­kaup Ölmu á Spáni

Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á Spáni liðna helgi. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta.

Lífið
Fréttamynd

„Ég átti ekki krónu“

Þrjú ár eru nú síðan tískubloggarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og ljósmyndarinn, Helgi Ómarsson fluttist hingað til lands slyppur og snauður. Hann segir ótrúlegt að líta til baka.

Lífið
Fréttamynd

Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma

„Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Segir kærastann einstakan á alla vegu

Athafnafólkið og eitt hressasta par landsins, Valgeir Gunnlaugsson og Camilla Rut Rúnarsdóttir, betur þekkt sem Valli og Camy, eru í þann mund að hefja sambúð á framtíðarheimili þeirra á Seltjarnarnesi eftir miklar framkvæmdir.

Lífið