Byggðamál

Fréttamynd

„Við þurfum að gera miklu betur“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 

Innlent
Fréttamynd

Arnar Már skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Innviðaráðherra skipaði Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára. Arnar Már hefur verið starfandi forstjóri stofnunarinnar frá því í febrúar og staðgengill forstjóra frá árinu 2016.

Innlent
Fréttamynd

„Þá verður allt vit­laust á Akra­nesi“

Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­taka hrein og bein svik við íbúa Akra­ness

Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand

Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Veggjald í jarðgöngum, hvenær og hvenær ekki? Eða eru þau öll eins?

Segjum sem svo að yfirvöld myndu ákveða að setja vissa upphæð í jarðgangagerð á ári hverju. Gefum okkur að þessi upphæð nægði til að grafa 1 km af jarðgöngum ár hvert. Á sex ára tímabili væri því hægt að fjármagna 6 km göng og að þeim tíma liðnum væri hægt að snúa sér að næstu göngum.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land fram­tíðar

Í annað sinn á skömmum tíma er hafið eldgos á Reykjanesskaga. Svo virðist sem staðsetning gossins sé heppileg að því leyti að mannvirkjum eða fólki stafar ekki bráð hætta af því. Í framhaldinu og reyndar allt frá fyrra Fagradalsfjallsgosi hafa verið uppi vangaveltur ýmissa aðila um öryggi vega að Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvelli og öðrum byggðum ásamt öruggi innviða á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirklór SFS – Fiskvinnslufólk á ofurlaunum

Það þarf ekki að koma á óvart að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) grípi til varna þegar við horfum enn og aftur upp á frekari samþjöppun í sjávarútvegi nú þegar Síldarvinnslan hefur eignast sjávarútvegsfyrirtækið Vísi hf. í Grindavík

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju Fjarðarheiðargöng?

Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Taka við búskap á síðasta bóndabænum í Reyðarfirði

Síðasti bóndinn í hinum forna Reyðarfjarðarhreppi, sem er að hætta eftir hálfrar aldar búskap, spáir því að sauðfjárrækt leggist af sem atvinnugrein á Íslandi á næstu tuttugu til þrjátíu árum. Dóttir hans og tengdasonur ætla þó að taka við.

Innlent
Fréttamynd

Landsbyggðarskattar og leigubílafrumvarp

Júlímánuður hefur lengi verið kenndur við gúrkutíð í fjölmiðlum. Í því skjóli hafa ríkistjórnir löngum skákað og sloppið furðuvel frá málum sem á góðum degi á Alþingi, hefðu landað nokkrum munnlegum fyrirspurnum eða skarkala í störfum þingsins. Sá mánuður sem nú er enn ekki hálfnaður hefur verið býsna „gjöfull“ að þessu leyti.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins

Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng

Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni.

Innlent
Fréttamynd

Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði

Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drónar nýttir til að flytja lyf og sýni á Grænlandi

Grænlensk heilbrigðisyfirvöld í samstarfi við danska sjúkraflutningafyrirtækið Falck hyggjast á næstu mánuðum prófa notkun dróna við að flytja lyf og greiningarsýni milli byggða á Grænlandi. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvernig drónar geta styrkt heilbrigðiskerfið á stöðum þar sem innviðir eru áskorun og langt er í næsta sjúkrahús en landið er án vegakerfis.

Erlent