Lög og regla

Fréttamynd

Rannsókn lögreglu engu skilað

Rannsókn lögreglunnar á Blönduósi á því hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla aðfaranótt þriðjudagsins 28. september hefur enn engu skilað. Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn segir að enginn sé grunaður þó ummerki bendi til þess að kveikt hafi verið í húsinu.  

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár.

Innlent
Fréttamynd

Farþegum um Leifsstöð fjölgar

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm tuttugu prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum árið 2003 í rúma 107 þúsund farþega nú.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn í lífshættu

Kona á fertugsaldri stofnaði lífi og limum tveggja lögregluþjóna í hættu þegar hún ók tvívegis á bíl þeirra á fullri ferð í Reykjavík í gærkvöldi og stakk svo af. Báðir lögreglumennirnir meiddust og lögreglubíllinn, sem var nýr, sterkbyggður Volvo, varð óökufær eftir ósköpin.

Innlent
Fréttamynd

Fór á Vog eftir yfirheyrslur

Ungi maðurinn, sem framdi rán í tveimur söluturnum í Vesturborginni með skömmu millibili í fyrrakvöld og var handtekinn með þýfið á sér, fór í vímuefnameðferð á Vog að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi. Hann hafði einmitt útskrifað sig sjálfur þaðan í fyrrakvöld, skömmu áður en hann framdi ránin.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaðurinn líklega fundinn

Lögreglan í Keflavík telur sig vera búna að finna manninn sem ók niður konu í Sandgerði fyrir tæpri viku og stakk af. Konan var á leið heim til sín að loknum vinnudegi þegar ekið var á hana á Strandgötu. Hún slasaðist talsvert, var rænulítil þegar að var komið og var hún flutt á slysadeild Landspítalans og síðan lögð inn á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi fyrir hnífstungur

Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir.

Innlent
Fréttamynd

Allt brann sem brunnið gat

Ekki hefur verið staðfest hvað olli bruna í einbýlishúsi að Bárugötu á Sauðárkróki. Allt brann sem sem brunnið gat í austurhluta stofunnar, þar sem eldurinn kom upp, segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Sýni hafa verið send suður til frekari rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Handtöku Jóns Baldvins krafist

Saksóknari í Mexíkó hefur krafist þess að dómari gefi út handtökuskipun á Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og dóttur hans Snæfríði. Þau eru sökuð um barnsrán með því að hafa numið dóttur Snæfríðar á brott án samþykkis fyrrverandi eiginmanns hennar, Marcos Brancaccia. Feðginin verða ekki framseld frá Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í hálku

Betur fór en á horfðist þegar bíll valt á Borgarfjarðarbraut við Grímsá laust fyrir hádegi á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Bifreið valt út af Grindavíkurvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Enginn slasaðist en bifreiðin skemmdist töluvert og var fjarlægð með kranabíl að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Talið er að hálka hafi valdið slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu

Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Mildi að ekki fleiri létust

Mikil mildi þykir að ekki skyldu fleiri hafa farist í brunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. 21 árs gamall piltur fórst en þrjú ungmenni, tveir piltar og ein stúlka, björguðust naumlega. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að slökkviliðsmenn og nágrannar hafi unnið þrekvirki við bjarga þeim út.

Innlent
Fréttamynd

Klesstu stolinn bíl

Lögreglan í Reykjavík handtók þrjá menn um tvítugt á aðfaranótt sunnudags. Mennirnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni sem þeir voru á, auk ýmissa muna úr fyrirtæki í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Enginn handtekinn í árásarmálinu

Enginn hefur verið handtekinn vegna árásar hóps manna inn í íbúð í Fossvogi í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík hefur yfirheyrt nokkra menn sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúðinni. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum.

Innlent
Fréttamynd

Munaði sekúndum að allir færust

Yfirlögregluþjónninn á Sauðárkróki segir að aðeins hafi munað sekúndum að fjögur ungmenni færust öll í húsbrunanum þar í gærmorgun. Bænastund var haldin í Sauðárkrókskirkju nú síðdegis vegna slyssins en 21 árs gamall piltur lét lífið í eldsvoðanum.

Innlent
Fréttamynd

Enduðu ránsförina á ljósastaur

Þrír innbrotsþjófar, sem jafnframt gerðust bílþjófar í nótt, enduðu ránsför sína á ljósastaur í Breiðholti. Grunur leikur á að þeir hafi brotist inn í fyrirtæki í Hafnarfirði, stolið þaðan ýmsum munum og bíl í eigu fyrirtækisins. Ferðalag þremenninganna, sem jafnframt eru taldir hafa verið ölvaðir, gekk ekki betur en svo að þeir óku bílnum stolna á ljósastaur.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri þurfa að gefa skýrslu

Enn á eftir að ræða við nokkra menn sem veitt geta upplýsingar um húsbrotið í Logalandi í Fossvogi aðfaranótt laugardags að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Upptökin rakin til sígarettuglóðar

Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir það ganga kraftaverki næst að ekki skyldu fleiri farast í húsbrunanum á Sauðárkróki í gærmorgun. Helgistund verður í Sauðárkrókskirkju í dag vegna slyssins en þar lést 21 árs gamall piltur. Grunur manna beinist að því að eldsupptök megi rekja til þess að sígarettuglóð hafi komist í sófa.

Innlent
Fréttamynd

Sömu þjófar stálu sömu hlutum

Tilkynnt var um innbrot í iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi snemma á sunnudagsmorguninn. Fljótlega kom í ljós að þjófarnir voru hinir sömu og handteknir voru í Breiðholti aðfaranótt sunnudags, vegna innbrots í Hafnarfirði. Þjófarnir unnu skemmdir og skitu í ruslafötur.

Innlent
Fréttamynd

Glærahálka á vegum

Lögreglan á Hólmavík var kölluð út um klukkan fjögur á föstudaginn vegna bílveltu í vestanverðum Hrútafirði

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarverk unnin í Garðabæ

Verulegt tjón var unnið á Hofsstaðaskóla í Garðabæ í gærkvöldi þegar einhverjir fóru þar hamförum og brutu ellefu rúður. Skemmdarvargarnir eru ófundnir. Tjón hleypur á hundruð þúsunda króna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðarhúsi á Sauðárkróki

Íbúðarhús á Sauðárkróki er stórskemmt ef ekki ónýtt eftir eldsvoða sem þar kom upp í morgun. Að sögn fréttaritara Bylgjunnar sem er á staðnum stóðu eldtungur út um glugga hússins þegar eldurinn var sem mestur. Fólki var bjargað út úr húsinu fyrr í morgun en ekki liggur ljóst fyrir hvort einhverjum hafi orðið meint af.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir vegna húsbrotsins

Lögreglan í Reykjavík hefur nú haft hendur í hári hluta þess hóps sem grunaður eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúð í Logalandi í Fossvogi í Reykjavík í nótt. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum.

Innlent
Fréttamynd

Stóð á slysagildru

Byggingafyrirtæki var gert að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar þrjár milljónir króna í bætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn slasaðist er hann fell niður þrjár hæðir eða 5,4 metra þar sem hann var við málningarvinnu í nýbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Útafakstur á Hellisheiði

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um útafakstur á Hellisheiði um níuleytið í gærmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Réðust inn með haglabyssu

Hópur manna, vopnaður haglabyssu, réðst inn í íbúð í Fossvogi í Reykjavík um tvöleytið í nótt, skaut af byssunni og misþyrmdi húsráðanda. Árásarmennirnir hleyptu að minnsta kosti tveimur skotum af byssunni í gegnum hurð. Ungt par var í íbúðinni og er pilturinn handleggsbrotinn og með skurð á höfði eftir árásina. Stúlkan er hins vegar óslösuð.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur í Önundarfirði

Harður árekstur varð á brú í Önundafirði um sexleytið í gærkvöldi. Tveir bílar, jeppi og fólksbíll, rákust þar saman og er fólksbílinn óökufær. Engin slys urðu á fólki. Áreksturinn varð á brúnni yfir Vaðal en hún er einbreið. Á þessari sömu brú varð dauðaslys fyrir nokkrum árum.

Innlent