Lög og regla

Fréttamynd

Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður

Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. 

Innlent
Fréttamynd

Íhugar meiðyrðamál

Fyrrverandi endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna var sýknaður í Hérðasdómi Reykjavíkur í gær. Hann var sakaður um að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar enn ökumannsins

Lögreglan í Keflavík leitar enn ökumanns sem ók á unga konu á mótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði um klukkan hálfsex í gærkvöldi og ók af vettvangi þar sem konan lá alvarlega slösuð í götunni.

Innlent
Fréttamynd

22 yfirheyrðir vegna barnsráns

Lögreglan í Kópavogi hefur enn ekki haft uppi á manninum sem í síðustu viku nam níu ára telpu á brott úr miðbæ Kópavogs, ók með hana upp á Mosfellsheiði og skildi hana þar eftir. Lögreglan hefur yfirheyrt 22 karla á þrítugsaldri í tengslum við málið en þeir hafa allir verið hreinsaðir af grun um að vera viðriðnir það.

Innlent
Fréttamynd

Rætt við á annan tug manna

Rætt hefur verið við á annan tug manna sem lýsing níu ára stúlku, sem rænt var í Kópavogi á miðvikudaginn í síðustu viku, getur átt við. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir á þriðja tug ábendinga hafa borist lögreglunni en engin þeirra hafi leitt til handtöku.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðið kallað að 22

Slökkviliðsmenn og -bílar frá fjórum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu voru sendir að veitingahúsinu við Laugaveg 22 laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi eftir að tilkynning hafði borist um að reyk legði upp af húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn ölvunarakstri

Átak lögreglunnar í Reykjavík til að koma í veg fyrir ölvunarakstur fyrir jólin er hafið. Um helgina voru 560 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og tveir reyndust án ökuréttinda.

Innlent
Fréttamynd

14 teknir fyrir ölvunarakstur

Fjórtán ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík um helgina vegna ölvunar sem þykir vel í meira lagi. Frá föstudagskvöldi og fram á sunnnudagskvöld voru hátt í 700 bílar stöðvaðir og var þetta afrakstur þess átaks lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn enn ófundinn

Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan er maðurinn sem rændi níu ára stúlku í Kópavogi í síðustu viku ófundinn. Lögreglan hefur fengið margar vísbendingar en engin þeirra hefur enn leitt til handtöku. Stúlkan telur að maðurinn sé um tvítugt, krúnurakaður og með skeggtopp neðan við neðri vör.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn réttindalaus tvisvar í nótt

Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði réttindalausan ökumann tvisvar í nótt með tæplega fimmtán mínútna millibili og var bíllinn þá tekinn af honum. Í fyrra skiptið fékk farþegi með ökuréttindi að aka bílnum áfram en í síðara skiptið var brotlegi ökumaðurinn einn á ferð og þarf nú að leita að einhverjum með réttindi til að leysa bílinn út.

Innlent
Fréttamynd

Lá á miðjum veginum

Maðurinn, sem lést þegar ekið var yfir hann á Eyrarvegi á Selfossi um helgina, lá nánast á miðju vegarins þegar slysið varð. Maðurinn var dökkklæddur og rann klæðnaðurinn saman við svart og blautt malbikið en slagveðurs rigning og myrkur var þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Vill leggja hegningarhúsið niður

Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á Selfossi

Ekið var á karlmann sem lést samstundis snemma á sunnudagsmorgun á Selfossi, atvikið átti sér stað sunnarlega á Eyrarveginum.

Innlent
Fréttamynd

Hámarkshraði 80 kílómetrar

Víða þyrfti að lækka hámarkshaða úr 90 kílómetrum á klukkustund upp í 80 yrðu reglur Norðmanna um leyfilegan aksturshraða á tveggja akgreina þjóðvegum teknar upp hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Leita barnaræningjans enn

Lögreglan í Kópavogi leitar enn mannsins sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi síðdegis á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Erill hjá lögreglunni

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra lenti í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan tvö í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn með minniháttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Enn leitað

Lögreglan leitar enn manns sem nam níu ára stúlku á brott á mótum Bröttubrekku og Álfhólsvegarm í Kópavogi á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu berst fjöldi upplýsinga til lögreglu. Eins og fram hefur komið, lýsir stúlkan manninum þannig að hann sé um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir efri vörinni.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir yfirheyrðir

Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra karlmenn vegna barnsránsins í Kópavogi í fyrrakvöld. Hugsanlegt er að sá sem ginnti stúlkuna upp í bíl sinn hafi verið á rauðum fernra dyra Lexus. Lögreglunni í Kópavogi hafa borist fjölmargar vísbendingar sem unnið er eftir, en þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið geta hringt í númerið 560-3041.

Innlent
Fréttamynd

Níu ára stúlku rænt í Kópavogi

Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um hnífsstungu

Hæstiréttur sýknaði í gær karlmann um fertugt fyrir að hafa stungið fyrrverandi sambýliskonu sína með hnífi eða skærum í bringu í heimahúsi í Fellahverfi í Breiðholti á aðfangadag árið 2002. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi manninn í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í mars.

Innlent
Fréttamynd

Flutti inn hass með tengdamömmu

25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið aftur kallað að svæði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór að svæði Hringrásar rétt rúmlega tíu í fyrrakvöld vegna reyks og hitamyndunar í öðrum haugnum sem varð til í stórbrunanum á mánudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði 2,5 milljóna bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni á fimmtugsaldri 2,5 milljónir króna í bætur. Maðurinn var starfsmaður á Hótel Íslandi árið 1995 þegar hann lenti í miklum átökum við drukkinn gest. Í kjölfar atburðarins var maðurinn úrskurðaður 25% öryrki.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar enn mannsins

Lögreglan í Kópavogi leitar enn manns um tvítugt sem nam níu ára gamalt stúlkubarn á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær. Einhverjar vísbendingar hafa þó borist til lögreglu sem verið er að kanna.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með 140 grömm af kókaíni

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Leifsstöð í fyrrakvöld. Hann var að koma frá Amsterdam og var grunaður um fíkniefnasmygl. Við leit fundust 140 grömm af kókaíni, falin í endaþarmi hans.

Innlent
Fréttamynd

9 ára stúlku rænt

Níu ára stúlka var numin á brott í austurbæ Kópavogs síðdegis í gær og var skilin eftir við afleggjarann að Skálafelli. Lögregla lýsir eftir manninum.

Innlent
Fréttamynd

Tældi 9 ára telpu upp í bíl sinn

Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið sýknað

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Eldvörnum fyrirtækja áfátt

Á þriðja hundrað fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gert þær úrbætur á eldvörnum sem slökkviliðið hefur krafist. Dagsektir vofa yfir níu þeirra og er Reykjalundur í Mosfellsbæ í þeim hópi.

Innlent