Innlent Gistinóttum fjölgar um nærri fjórðung í september Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um tæpan fjórðung miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofu Íslands. Gistinæturnar voru nærri 115 þúsund í september síðastliðnum en tæplega 94 þúsund í sama mánuði í fyrra. Innlent 6.11.2006 09:35 Svanur felldi hug til plastbáts Svartur svanur í Þýskalandi hefur fellt hug til hjólabáts úr plasti sem er í laginu eins og svanur. Elskendurnir hafa nú verið færðir í dýragarð og munu eyða vetrinum þar saman. Erlent 5.11.2006 22:36 Hvalveiðar eru eins og bílasala Ein virtasta fréttastofa Evrópu, DPA í Þýskalandi, hefur eftir Stefáni Ásmundssyni, skrifstofustjóra sjávarútvegsráðuneytisins, að Íslendingar gætu þurft að endurskoða afstöðu sína til atvinnuhvalveiða ef ekki verður hægt að selja kjötið á erlendum mörkuðum. Stefán segist ekki hafa átt við að stjórnvöld væru að meta hvort eigi að endurmeta leyfi til atvinnuhvalveiða vegna markaðsskorts. Innlent 5.11.2006 22:37 Heilbrigðisráðuneytið hunsar tilmæli Ríkisendurskoðun gerði stjórnsýsluúttekt á þjónustu við aldraða árið 2005 þar sem meðal annars var mælst til þess að ríkið gerði þjónustusamninga við dvalar- og hjúkrunarheimili. Ekkert hefur verið aðhafst í þeim málum enn. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir slíka þjónustusamninga ekki á döfinni. Innlent 5.11.2006 22:36 Kakkalakkar í húsgögnum og hurð drepur hund Öll heyrum við flökkusögur einhvern tíma á lífsleiðinni. Þetta eru krassandi sögur í ólíkindadúr, sumar hafa gengið marga hringi og birtast aftur og aftur með hverri nýrri kynslóð. Yfirleitt eru „pottþéttar“ heimildir fyrir sögunum, vinur vinar eða einhver í mötuneytinu. Tvær nýjustu flökkusögurnar á Íslandi tengjast kakkalökkum og hættulegum hurðum. En er eitthvert sannleikskorn í þeim? Innlent 5.11.2006 22:36 Talning fer fram í dag Talning atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fara átti fram í gær, var frestað til klukkan tvö í dag þar sem kjörgögn bárust ekki frá Vestmannaeyjum til lands vegna veðurs. Alls kusu um 1.100 manns í Vestmannaeyjum. Innlent 5.11.2006 22:37 Dýrari þjónusta fyrir aldraða Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, félagsstarf, fæði og veitingar í félagsstarfi og þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík mun hækka um tæp níu prósent næstu áramót samkvæmt samþykkt velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Innlent 5.11.2006 22:36 Aldrei heyrt um 90 milljarða Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur segir hvorki borgaryfirvöld í Reykjavík né viðskiptaráðgjöf Par X IBM kannast við verðmætamat á Landsvirkjun upp á 91,2 milljarða króna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir borgarstjórn hafa samþykkt að selja Landsvirkjun á allt að fimmtán milljarða lægra verði en verðmat hefði gefið tilefni til. Innlent 5.11.2006 22:37 Nýtt hjúkrunarheimili byggt Ráðgert er að byggja 2.000–2.500 fermetra hjúkrunarheimili á Egilsstöðum á næstu 2–3 árum. Sótt verður um 30 milljóna króna framlag úr ríkissjóði sem mun skiptast niður á þrjú ár til að lagfæra núverandi húsnæði sjúkrahúss og heilsugæslu til að það nýtist betur undir starfsemina. Innlent 5.11.2006 22:37 Aðeins heimilt stjórnvöldum Skjaldarmerki Íslands er notað á pólskri frétta- og spjall-síðu, www.iceland.pl, sem Pólverjar á Íslandi nota töluvert mikið. Skjaldarmerkið hefur einnig verið notað víðar, þar á meðal á vefsíðu starfsmannaleigunnar 2b ehf., en verið fjarlægt þaðan. Innlent 5.11.2006 22:36 94 leyfi það sem af er ári Í októbermánuði gaf Persónuvernd út sjö leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir. Það sem af er þessu ári hefur Persónuvernd gefið út 94 leyfi og segir Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur Persónuverndar, stærstan hluta þeirra vegna vísindarannsókna. Innlent 5.11.2006 22:36 Veiðikofi fauk út í hafsauga Svo hvasst var í Vestmannaeyjum í gær að veiðikofi fauk út í sjó. Kofinn var í eyjunni Hana, sem er rétt við eyjarnar Hænu og Grasleysu, og hafði staðið þar síðan 1984. Hann var byggður eftir að sá fyrri fauk í stórviðri. Innlent 5.11.2006 22:37 Alvarleg slys fátíð hjá Bechtel Við Fjarðaálsverkefnið hafa nú verið unnar tvisvar sinnum 2,5 milljónir vinnustundir án fjarveruslyss. Fjarveruslys er það kallað ef viðkomandi þarf að taka sér frí úr vinnu vegna vinnuslyss. Innlent 5.11.2006 22:36 22.000 skrifa undir áskorun Um 22.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að samþykkja beri lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir slíkan stuðning nánast fordæmalausan í sögu þingisins. Innlent 5.11.2006 22:36 Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri Innanlands- og millilandaflug lá niðri fram eftir degi í gær vegna óveðurs. Skipsfestar slitnuðu, bílrúður brotnuðu í grjótfoki og hjólhýsi fuku. Björgunarsveitarmenn sinntu um tvö hundruð útköllum. Innlent 5.11.2006 22:36 Hefði viljað lækkun vaxta Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segist hafa beðið eftir að Seðlabankinn færi að gefa önnur skilaboð en þau að hækka vextina. Innlent 5.11.2006 22:36 Rektor ráðinn í lok mánaðarins Ekki liggur enn ljóst fyrir hver staðgengill dr.Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors við Háskólann í Reykjavík, verður. Eins og fram hefur komið fer Guðfinna í launalaust leyfi vegna framboðs fyrir alþingiskosningar næsta vor. Innlent 5.11.2006 22:37 Samningaviðræður í hnút Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa hist á fimm árangurslausum fundum til að ræða breyttar forsendur kjarasamnings kennara vegna greinar 16.1 í kjarasamningnum. Innlent 5.11.2006 22:37 Flugvöllum lokað í hvassviðri Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudalsöræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Innlent 5.11.2006 22:36 Nemendur velji rektor Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem fyrirkomulagi á vali rektors við HR og Háskólann á Bifröst er mótmælt. Í báðum skólunum velja háskólaráð eða háskólastjórn rektora án aðkomu nemenda eða fulltrúa þeirra. Innlent 5.11.2006 22:37 Tré rifnaði upp með rótum Eitt elsta tré Reykjavíkurborgar við Sóleyjargötu rifnaði upp með rótum í óveðrinu í gær og féll á tvo bíla. Bifreiðarnar voru mannlausar þegar tréð féll en skemmdir urðu nokkrar. Lögregla og björgunarlið fóru á staðinn og fjarlægðu tréð. Að undanskildum bílunum olli tréð ekki öðru tjóni. Innlent 5.11.2006 22:37 Nóvember gegn nauðgunum Átaksverkefninu „nóvember gegn nauðgunum“ var hleypt af stokkunum fyrir helgi. Það er jafningafræðsla Hins hússins sem stendur fyrir átakinu og verða fyrirlestrar um málefnið haldnir í framhaldsskólum í þesssum mánuði. Innlent 5.11.2006 22:37 Prófkjör verður haldið í janúar Prófkjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fer fram 20. janúar 2007. Þetta var ákveðið á kjördæmaþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi sem haldið var nú um helgina. Innlent 5.11.2006 22:37 Hof ásatrúarfólks í Leynimýri Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti að úthluta Ásatrúarfélaginu lóð undir hof í Leynimýri á fundi sínum á fimmtudaginn. Var skipulagssviði falið að gera tillögur að staðsetningu lóðarinnar. Innlent 5.11.2006 22:36 Um 30 til 40 prósent af afla spillist Nú er nýlokið fjögurra daga námskeiði í gæða- og öryggismálum í fiskhöfnum fyrir 35 hafnarstjóra á Sri Lanka. Hafrannsóknastofnun Sri Lanka og fiskimálaráðuneyti landsins stóðu að námskeiðinu en Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna veittu tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Innlent 5.11.2006 22:36 Gjaldskrá mun lækka í vor Vinna er hafin hjá borginni í að samræma heimahjúkrun og heimaþjónustu sem mun koma til lækkunar á gjaldskrá í heimaþjónustu að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heimahjúkrun er á hendi ríkisins og heimaþjónusta hjá sveitarfélögum. Innlent 5.11.2006 22:36 Paul F. Nikolov í framboð Paul F. Nikolov gefur kost á sér í 1. til 3. sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi, fyrir alþingiskosningarnar 2007. Innlent 5.11.2006 22:36 Sundlaug inni í skáp „Það er allt að frétta," segir Jón Hallur Stefánsson rithöfundur. „Ég á von á barni hvað úr hverju. Konan er komin á tíma og ætlar að fæða hérna í stofunni. Sundlaugin bíður bara inni í skáp. Þetta verður mitt fimmta barn. En þetta er ekki allt því ég á von á barnabarni líka. Innlent 5.11.2006 22:36 Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en hann fékk 46 atkvæðum meira en Þórunn Sveinbjarnardóttir í 1. sætið. Afburða hæft fólk á listanum sem getur náð góðum árangri segir Gunnar. Innlent 5.11.2006 22:37 Stakk mann fimm sinnum Rúmlega tvítugur karlmaður var á föstudaginn dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stinga annan mann fimm sinnum. Þar af eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Innlent 5.11.2006 22:37 « ‹ 168 169 170 171 172 173 174 175 176 … 334 ›
Gistinóttum fjölgar um nærri fjórðung í september Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um tæpan fjórðung miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofu Íslands. Gistinæturnar voru nærri 115 þúsund í september síðastliðnum en tæplega 94 þúsund í sama mánuði í fyrra. Innlent 6.11.2006 09:35
Svanur felldi hug til plastbáts Svartur svanur í Þýskalandi hefur fellt hug til hjólabáts úr plasti sem er í laginu eins og svanur. Elskendurnir hafa nú verið færðir í dýragarð og munu eyða vetrinum þar saman. Erlent 5.11.2006 22:36
Hvalveiðar eru eins og bílasala Ein virtasta fréttastofa Evrópu, DPA í Þýskalandi, hefur eftir Stefáni Ásmundssyni, skrifstofustjóra sjávarútvegsráðuneytisins, að Íslendingar gætu þurft að endurskoða afstöðu sína til atvinnuhvalveiða ef ekki verður hægt að selja kjötið á erlendum mörkuðum. Stefán segist ekki hafa átt við að stjórnvöld væru að meta hvort eigi að endurmeta leyfi til atvinnuhvalveiða vegna markaðsskorts. Innlent 5.11.2006 22:37
Heilbrigðisráðuneytið hunsar tilmæli Ríkisendurskoðun gerði stjórnsýsluúttekt á þjónustu við aldraða árið 2005 þar sem meðal annars var mælst til þess að ríkið gerði þjónustusamninga við dvalar- og hjúkrunarheimili. Ekkert hefur verið aðhafst í þeim málum enn. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir slíka þjónustusamninga ekki á döfinni. Innlent 5.11.2006 22:36
Kakkalakkar í húsgögnum og hurð drepur hund Öll heyrum við flökkusögur einhvern tíma á lífsleiðinni. Þetta eru krassandi sögur í ólíkindadúr, sumar hafa gengið marga hringi og birtast aftur og aftur með hverri nýrri kynslóð. Yfirleitt eru „pottþéttar“ heimildir fyrir sögunum, vinur vinar eða einhver í mötuneytinu. Tvær nýjustu flökkusögurnar á Íslandi tengjast kakkalökkum og hættulegum hurðum. En er eitthvert sannleikskorn í þeim? Innlent 5.11.2006 22:36
Talning fer fram í dag Talning atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem fara átti fram í gær, var frestað til klukkan tvö í dag þar sem kjörgögn bárust ekki frá Vestmannaeyjum til lands vegna veðurs. Alls kusu um 1.100 manns í Vestmannaeyjum. Innlent 5.11.2006 22:37
Dýrari þjónusta fyrir aldraða Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, félagsstarf, fæði og veitingar í félagsstarfi og þjónustugjöld í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík mun hækka um tæp níu prósent næstu áramót samkvæmt samþykkt velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Innlent 5.11.2006 22:36
Aldrei heyrt um 90 milljarða Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur segir hvorki borgaryfirvöld í Reykjavík né viðskiptaráðgjöf Par X IBM kannast við verðmætamat á Landsvirkjun upp á 91,2 milljarða króna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir borgarstjórn hafa samþykkt að selja Landsvirkjun á allt að fimmtán milljarða lægra verði en verðmat hefði gefið tilefni til. Innlent 5.11.2006 22:37
Nýtt hjúkrunarheimili byggt Ráðgert er að byggja 2.000–2.500 fermetra hjúkrunarheimili á Egilsstöðum á næstu 2–3 árum. Sótt verður um 30 milljóna króna framlag úr ríkissjóði sem mun skiptast niður á þrjú ár til að lagfæra núverandi húsnæði sjúkrahúss og heilsugæslu til að það nýtist betur undir starfsemina. Innlent 5.11.2006 22:37
Aðeins heimilt stjórnvöldum Skjaldarmerki Íslands er notað á pólskri frétta- og spjall-síðu, www.iceland.pl, sem Pólverjar á Íslandi nota töluvert mikið. Skjaldarmerkið hefur einnig verið notað víðar, þar á meðal á vefsíðu starfsmannaleigunnar 2b ehf., en verið fjarlægt þaðan. Innlent 5.11.2006 22:36
94 leyfi það sem af er ári Í októbermánuði gaf Persónuvernd út sjö leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við vísindarannsóknir. Það sem af er þessu ári hefur Persónuvernd gefið út 94 leyfi og segir Særún María Gunnarsdóttir, lögfræðingur Persónuverndar, stærstan hluta þeirra vegna vísindarannsókna. Innlent 5.11.2006 22:36
Veiðikofi fauk út í hafsauga Svo hvasst var í Vestmannaeyjum í gær að veiðikofi fauk út í sjó. Kofinn var í eyjunni Hana, sem er rétt við eyjarnar Hænu og Grasleysu, og hafði staðið þar síðan 1984. Hann var byggður eftir að sá fyrri fauk í stórviðri. Innlent 5.11.2006 22:37
Alvarleg slys fátíð hjá Bechtel Við Fjarðaálsverkefnið hafa nú verið unnar tvisvar sinnum 2,5 milljónir vinnustundir án fjarveruslyss. Fjarveruslys er það kallað ef viðkomandi þarf að taka sér frí úr vinnu vegna vinnuslyss. Innlent 5.11.2006 22:36
22.000 skrifa undir áskorun Um 22.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að samþykkja beri lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum. Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Hann segir slíkan stuðning nánast fordæmalausan í sögu þingisins. Innlent 5.11.2006 22:36
Flug lá niðri og skip slitnuðu úr festum í aftakaveðri Innanlands- og millilandaflug lá niðri fram eftir degi í gær vegna óveðurs. Skipsfestar slitnuðu, bílrúður brotnuðu í grjótfoki og hjólhýsi fuku. Björgunarsveitarmenn sinntu um tvö hundruð útköllum. Innlent 5.11.2006 22:36
Hefði viljað lækkun vaxta Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segist hafa beðið eftir að Seðlabankinn færi að gefa önnur skilaboð en þau að hækka vextina. Innlent 5.11.2006 22:36
Rektor ráðinn í lok mánaðarins Ekki liggur enn ljóst fyrir hver staðgengill dr.Guðfinnu Bjarnadóttur, rektors við Háskólann í Reykjavík, verður. Eins og fram hefur komið fer Guðfinna í launalaust leyfi vegna framboðs fyrir alþingiskosningar næsta vor. Innlent 5.11.2006 22:37
Samningaviðræður í hnút Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga hafa hist á fimm árangurslausum fundum til að ræða breyttar forsendur kjarasamnings kennara vegna greinar 16.1 í kjarasamningnum. Innlent 5.11.2006 22:37
Flugvöllum lokað í hvassviðri Aftakaveður olli miklu tjóni um allt land í gær. Millilanda- og innanlandsflug lá niðri fram eftir degi og má búast við seinkunum á millilandaflugi í dag. Þrjú skip slitu landfestar, tvö í Hafnarfirði og eitt á Skagaströnd. Rúður brotnuðu í bílum í grjótfoki á Möðrudalsöræfum. Ekki er vitað til þess að nein teljandi slys hafi orðið á fólki. Innlent 5.11.2006 22:36
Nemendur velji rektor Stjórn Bandalags íslenskra námsmanna sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem fyrirkomulagi á vali rektors við HR og Háskólann á Bifröst er mótmælt. Í báðum skólunum velja háskólaráð eða háskólastjórn rektora án aðkomu nemenda eða fulltrúa þeirra. Innlent 5.11.2006 22:37
Tré rifnaði upp með rótum Eitt elsta tré Reykjavíkurborgar við Sóleyjargötu rifnaði upp með rótum í óveðrinu í gær og féll á tvo bíla. Bifreiðarnar voru mannlausar þegar tréð féll en skemmdir urðu nokkrar. Lögregla og björgunarlið fóru á staðinn og fjarlægðu tréð. Að undanskildum bílunum olli tréð ekki öðru tjóni. Innlent 5.11.2006 22:37
Nóvember gegn nauðgunum Átaksverkefninu „nóvember gegn nauðgunum“ var hleypt af stokkunum fyrir helgi. Það er jafningafræðsla Hins hússins sem stendur fyrir átakinu og verða fyrirlestrar um málefnið haldnir í framhaldsskólum í þesssum mánuði. Innlent 5.11.2006 22:37
Prófkjör verður haldið í janúar Prófkjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fer fram 20. janúar 2007. Þetta var ákveðið á kjördæmaþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi sem haldið var nú um helgina. Innlent 5.11.2006 22:37
Hof ásatrúarfólks í Leynimýri Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti að úthluta Ásatrúarfélaginu lóð undir hof í Leynimýri á fundi sínum á fimmtudaginn. Var skipulagssviði falið að gera tillögur að staðsetningu lóðarinnar. Innlent 5.11.2006 22:36
Um 30 til 40 prósent af afla spillist Nú er nýlokið fjögurra daga námskeiði í gæða- og öryggismálum í fiskhöfnum fyrir 35 hafnarstjóra á Sri Lanka. Hafrannsóknastofnun Sri Lanka og fiskimálaráðuneyti landsins stóðu að námskeiðinu en Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna veittu tæknilega og fjárhagslega aðstoð. Innlent 5.11.2006 22:36
Gjaldskrá mun lækka í vor Vinna er hafin hjá borginni í að samræma heimahjúkrun og heimaþjónustu sem mun koma til lækkunar á gjaldskrá í heimaþjónustu að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heimahjúkrun er á hendi ríkisins og heimaþjónusta hjá sveitarfélögum. Innlent 5.11.2006 22:36
Paul F. Nikolov í framboð Paul F. Nikolov gefur kost á sér í 1. til 3. sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík norður, Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi, fyrir alþingiskosningarnar 2007. Innlent 5.11.2006 22:36
Sundlaug inni í skáp „Það er allt að frétta," segir Jón Hallur Stefánsson rithöfundur. „Ég á von á barni hvað úr hverju. Konan er komin á tíma og ætlar að fæða hérna í stofunni. Sundlaugin bíður bara inni í skáp. Þetta verður mitt fimmta barn. En þetta er ekki allt því ég á von á barnabarni líka. Innlent 5.11.2006 22:36
Gunnar leiðir lista Samfylkingarinnar Gunnar Svavarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en hann fékk 46 atkvæðum meira en Þórunn Sveinbjarnardóttir í 1. sætið. Afburða hæft fólk á listanum sem getur náð góðum árangri segir Gunnar. Innlent 5.11.2006 22:37
Stakk mann fimm sinnum Rúmlega tvítugur karlmaður var á föstudaginn dæmdur til tólf mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stinga annan mann fimm sinnum. Þar af eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Innlent 5.11.2006 22:37