Geðheilbrigði

Fréttamynd

„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“

„Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki.

Atvinnulíf
Fréttamynd

618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH

Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Safna upp­lýsingum um líðan í Co­vid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda á­fram mikið lengur“

Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp.

Innlent
Fréttamynd

Efni úr of­skynjunar­sveppum lofar góðu: „Allt öðru­vísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þung­lyndi“

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilbrigði: Hvar eiga forvarnirnar að byrja?

Geðheilbrigðis- og velferðarmál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og flestir ef ekki allir eru á því að það þurfi að efla þjónustu í málaflokkunum. Umræða hefur verið um að leggja áherslu á forvarnir og stytta bið eftir þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnir skila sér í bættu geðheilbrigði (Wakschlag, o.fl., 2019) og nú þegar líða fer að alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september er vert að skoða hvar forvarnir við sjálfsvígum ættu að byrja.

Skoðun
Fréttamynd

Píeta hafi bjargað fjöl­skyldunni eftir and­lát Gísla Rúnars: „Það þarf ein­hver að raða saman brotunum“

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hún segir lífsnauðsynlegt að fólk viti af þeim úrræðum sem standa til boða. Formaður stjórnar Píeta samtakanna segir það markmiðið að vekja aftur von hjá fólki sem er ef til vill búið að missa hana. 

Innlent
Fréttamynd

Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga

Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Þar sem kvíðinn fylgir skólanum

Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Jonah Hill setur geðheilsuna í fyrsta sæti

Leikarinn Jonah Hill segist ekki ætla að taka þátt í kynningarherferðum sem tengjast þeim kvikmyndum sem hann kemur að í náinni framtíð. Þetta gerir hann til þess að forðast kvíðann og kvíðaköstin sem hafa fylgt slíkum störfum hjá honum í gegnum árin. 

Lífið
Fréttamynd

„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“

Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt.

Lífið
Fréttamynd

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Lífið
Fréttamynd

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið
Fréttamynd

Ógeðslega spillingarsamfélagið

Við lifum í landi sem á að geta brauðfætt alla, veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu og þar með geðheilbrigðisþjónustu en NEI við fáum ekki notið þess. Það kemur sífellt betur í ljós í hvers konar landi við lifum í landi þar sem lítill hluti þjóðarinnar getur skarað eld að sinni köku og skilið eftir rústir einar fyrir ca. 90% landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Annar hver fangi með ADHD

Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD.

Innlent
Fréttamynd

„Sorg er ekki eitthvað sem maður jafnar sig á“

Kvíðakastið fór í loftið í lok síðasta árs og er með það markmið að fræða hlustendur um geðheilsu og geðheilbrigði. Það eru þau Sturla Brynjólfsson, Katrín Mjöll Halldórsdóttir og Nína Björg Arnarsdóttir sem eru teymið á bak við hlaðvarpið en öll eru þau barnasálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.

Lífið
Fréttamynd

Að hugsa út fyrir sjálfan sig

Það er mikilvægt og göfugt verkefni að hlúa að andlegri vellíðan, bæði síns eigin og annarra. Andleg heilsa er eitthvað sem við getum öll nálgast, því eins og Richard Davidsson (2022) bendir á að andleg vellíðan er færni sem er okkur innan seilingar og aðgengileg hvenær sem við erum tilbúin til að læra hana.

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar í heilbrigðiskerfinu og bankakerfinu á Íslandi

Fyrst vil ég segja að mín upplifun er sú að við teljum okkur flest fordómalaus en kannski ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og fer í heiðarlega sjálfsskoðun gæti maður fundið einhverskonar snefil af fordómum innra með sér sem maður er ómeðvitaður um. Þannig enginn er að mínu mati ,,heilagur” í þessum efnum. Oftast er þetta eitthvað í undirvitundinni hjá okkur en ekki á yfirborðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að fá að­stoð skömmu fyrir á­rásina

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís.

Erlent