Stjarnan

Fréttamynd

Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig.

Handbolti
Fréttamynd

„Er mættur til að vinna bikarinn“

Stjarnan tapaði gegn Val eftir framlengdan leik 76-80. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks en hann fór á lán til Stjörnunnar frá Hrunamönnum en mun leika með Hrunamönnum annað kvöld. 

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum

Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn.

Körfubolti