ÍBV

Fréttamynd

„Ég hugsa um það á hverjum degi“

„Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir.

Handbolti
Fréttamynd

Hemmi Hreiðars: „Við erum hundfúlir“

Hermann Hreiðarsson var svekktur eftir að lærisveinar hans í ÍBV töpuðu gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. ÍBV var betra liðið í fyrri hálfleik en náði ekki að halda út gegn sterku liði Vals sem tók stigin þrjú í endurkomusigri, 2-1 lokatölur.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - ÍBV 2-1 | Góð endurkoma Valsmanna

Valsmenn unnu sterkan sigur á ÍBV í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda á öðrum degi páska. Eftir sterka byrjun gestanna í fyrri hálfleik náðu heimamenn yfirhöndinni í þeim seinni sem skilaði þeim endurkomu sigri í fyrsta leik tímabilsins, lokatölur 2-1 fyrir Val.

Fótbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn Guðjónsson: Þessi sæla svíður

„Það er alltaf gott að fá titil. Við erum svo sem búnir að fagna honum og búnir að vinna hann, þannig að sælutilfinning að vinna er aðeins liðin hjá. Þessi sæla svíður,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að lokinni bikarafhendingu deildarmeistaratitilsins til Valsmanna og stórtap gegn ÍBV.

Handbolti
Fréttamynd

„Geri mér býsna góðar vonir um þetta sumar“

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í miðjumoði. Þau eru Víkingur, Stjarnan, FH og ÍBV.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“

„Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum.

Handbolti
Fréttamynd

Telur ekkert lið geta stöðvað ÍBV

Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís-deild karla og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var gestur í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins þar sem nýkrýndir deildar- og bikarmeistarar ÍBV voru til umræðu.

Handbolti